Augljós Laser Augnlækningar

Augljós Laser Augnlækningar býður stúdentum upp á afsláttarverð á LASIK-aðgerðum, kr. 446.000 (fullt verð kr. 496.000) og kr. 385.000 (fullt verð kr. 435.000) fyrir transPRK aðgerðir gegn framvísun Stúdentakortsins. Augljós býður nú upp á fullkomnustu femtósekúndulasertækni í laseraðgerðum sem í boði er hér á landi. Augljós er stolt af því að bjóða upp á nýjustu gerð Ziemer LDV Z4, sem er í fremstu röð fyrirtækja á þessu sviði. Í fyrsta sinn er nú möguleiki á að framkvæma svokallaða þrívíddar-LASIK aðgerð (3-D LASIK) þar sem geislinn útbýr flipann í fullkominni þrívídd og því hægt að hanna hann algjörlega eftir þörfum hvers og eins.

Jóhannes Kári Kristinsson er sérfræðingur í laser- og hornhimnulækningum frá Duke háskóla í Norður-Karólínu árið 2001. Schwind Amaris lasertækið sem notað er í Augljósi er eitt það fullkomnasta í heimi. Augljós er staðsett í Vesturhúsi Glæsibæjar, 2. hæð. Verið velkomin, tímapantanir eru í síma 414 7000.

World Class Vatnsmýri

Stúdentar fá 30% afslátt af 3, 6, 9 og 12 mánaðar kortum í World Class Vatnsmýri gegn framvísun Stúdentakortsins. Athugið að kortin eru einungis seld í World Class í Vatnsmýri og gilda einungis í þá stöð. Stúdentar fá þá einnig 15% afslátt af kortum í aðrar stöðvar.

Sjónlag augnlæknastöð

Sjónlag augnlæknastöð býður stúdentum afslátt af heildarverði gegn framvísun Stúdentakortsins. Þau bjóða uppá 3 leiðir til að losa sig við gleraugun (Laser, Linsuskipti og Linsuígræðsla (ICL)). Algengasta leiðin fyrir fólk á aldrinum 20-50 ára er Laser aðgerð. Sjónlag er eina stöðin á Íslandi með Femto Z tækni sem býr til flipa með hárnákvæmum laser. Þannig er bæði hnífalaus og snertilaus meðferð í boði. Vertu velkomin í forskoðun til okkar. Háskólanemar og starfsfólk háskóla Íslands fá 40.000 kr. afslátt miðað við aðgerð á báðum augum, gegn framvísun Stúdentakortsins, sjá nánar www.sjonlag.is Möguleiki á allt að 24 mánaða vaxtalausum greiðslum. Hægt er að panta tíma í forskoðun á heilsuvera.is, í síma 5771001 eða með því að senda okkur póst á sjonlag@sjonlag.is

 

PLUSMINUS OPTIC

PLUSMINUS OPTIC veitir stúdentum 15% afslátt af sjónglerjum gegn framvísun Stúdentakortsins.

Yoga Shala

Yoga Shala býður stúdentum 15 % afslátt af öllum kortum sem gilda í opna tíma (nema áskriftarkortum) gegn framvísun Stúdentakortsins.

Perform

Perform býður stúdentum allt að 15% afslátt af vörum, bæði í verslun og netverslun. Til að nýta afsláttinn í verslun þarf að framvísa Stúdentakorti. Til að nýta afsláttinn í vefverslun þarf að slá inn afsláttarkóðann „histudent”

Mjölnir

Mjölnir býður stúdentum 20% afslátt af 9 mánaða korti gegn framvísun Stúdentakortsins.

Fitness sport

Fitness Sport býður stúdentum 15% afslátt af öllu í verslun sem ekki er á tilboði fyrir gegn framvísun Stúdentakortsins.

Feed The Viking

Feed The Viking hjálpar stúdentum að velja hollt með 25% afslætti á próteinríku og næringarríku íslensku Jerky. Notaðu afsláttarkóðann “STUDENTASNAKK” á www.feedtheviking.com – Jerky er tilvalið fyrir ketó-kúrinn og sportið, útivistina og próflesturinn!