Vilt þú vinna við að skipuleggja Októberfest 2023?

Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir eftir áhugasömum og duglegum einstaklingi til að taka að sér hlutastarf á vegum SHÍ. Um er að ræða 30% tímabundna stöðu sem snýst alfarið um skipulagningu, markaðssetningu og framkvæmd á Októberfest. Starfstímabil hefst 24. júlí og lýkur 15. september.   

 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: 

  • Samskipti við verktaka 
  • Umsjón með markaðsmálum í samráði við SHÍ 
  • Almennt utanumhald um Októberfest af hálfu SHÍ 
  • Samantekt og skýrsla eftir hátíð

Hæfniskröfur: 

  • Reynsla af viðburðastjórnun 
  • Reynsla af markaðsstörfum 
  • Góð samskiptahæfni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð 
  • Áhugi og þekking á Stúdentaráði æskileg 

Einstaklingurinn er ráðinn í hlutastarf á meðan ráðningartímabilinu stendur. Nánari upplýsingar um starfið fást hjá réttindaskrifstofu Stúdentaráðs í síma 570-0850 eða á shi@hi.is  

 

Kynningarbréf ásamt ferilskrá og lista meðmælenda skal senda í tölvupósti á netfang ráðsins: shi@hi.is merkt „Starfsmaður Októberfest SHÍ“. Umsóknarfrestur er til kl. 23:59 þann 16. júlí 2023. Umsóknir sem berast síðar verða ekki teknar til greina.