Niðurstöður kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands 2022

Miðvikudaginn og fimmtudaginn, 23. og 24. mars, fóru fram kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar kusu á milli framboðslista á sínu fræðasviði í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Fulltrúar fá sæti í samræmi við hlutfall kosninga.

Stúdentaráð samanstendur af 17 fulltrúum sem skiptast í 3 fulltrúa af hverju fræðasviði, fyrir utan Félagsvísindasvið sem á 5 fulltrúa. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fékk alls 15 fulltrúa kjörna en Vaka, hagsmunafélag stúdenta, fékk 2 fulltrúa. Frambjóðendur Röskvu á Hugvísindasviði voru sjálfkjörnir þar sem ekkert annað framboð barst, í samræmi við 32. gr. laga Stúdentaráðs.

Í háskólaráði eiga fulltrúar svo stúdenta og fékk Röskva báða fulltrúa inn ásamt því að fá 3. og 4. sætið inn sem varafulltrúa.

Kosn­ing­arnar fór fram á Uglunni og var kjör­sókn 21,70% en nánari tölur má finna hér undir lagaleg skjöl.

 

Kjörnu fulltrúarnir í Stúdentaráð raðast á eftirfarandi máta:

Fé­lags­vís­inda­svið:
1.Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Röskva
2.Viktor Ágústsson, Röskva
3.Dagur Kárason, Vaka
4.Diljá Ingólfsdóttir, Röskva
5.Elías Snær Torfason, Röskva

Heil­brigðis­vís­inda­svið:
1.Andri Már Tómasson, Röskva
2.Sigríður Helga Ólafsdóttir
3.Dagný Þóra Óskarsdóttir, Röskva

Hug­vís­inda­svið:
1.Rakel Anna Boulter, Röskva
2.Draumey Ósk Ómarsdóttir, Röskva
3.Magnús Orri Aðalsteinnson, Röskva

Menntavís­inda­svið:
1.Auður Eir Sigurðardóttir, Röskva
2.Ísak Kárason, Röskva
3.Ísabella Rún Jósefsdóttir, Vaka

Verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­svið:
1.Brynhildur R Þorbjarnardóttir, Röskva
2.Sigurþór Maggi Snorrason, Röskva
3.Dagmar Óladóttir, Röskva

 

Kjörnu fulltrúarnir í háskólaráð raðast á eftirfarandi máta:

1.Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir, Röskva
2.Katrín Björk Krisjánsdóttir, Röskva

Varafulltrúar í háskólaráði í 3. og 4. sæti:
3.Rebekka Karlsdóttir, Röskva
4.Ingvar Þóroddsson, Röskva

 

Skrifstofa Stúdentaráðs færir nýkjörnum Stúdentaráðsliðum og háskólaráðsliðum innilegar hamingjuóskir. 

Kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs 2022

Kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs fara fram miðvikudaginn 23. og fimmtudaginn 24. mars næstkomandi. Þar munu nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Kosningarnar eru rafrænar og fara fram í gegnum innri vef Háskólans, Ugluna. 

Á kjörskrá eru þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Háskóla Íslands skólaárið 2021-2022. Gesta- og skiptinemar, sem og nemar sem skráðir eru á námsleiðir með stökum námskeiðum, líkt og í Símennt, hafa ekki atkvæðisrétt.

Opnunartími kosningakerfis á Uglu verður með breyttu sniði í ár, en kosningar verða opnar frá kl. 09:00 þann 23. mars til kl. 18:00 þann 24. mars. 

Nemendur á Hugvísindasviði munu ekki geta kosið fulltrúa í Stúdentaráð vegna þess að á sviðinu barst einungis framboð frá fylkingunni Röskvu. Í samræmi við 32. gr. laga Stúdentaráðs eru því Rakel Anna Boulter, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Magnús Orri Aðalsteinsson sjálfkjörin sem fulltrúar stúdenta í Stúdentaráði Háskóla Íslands og sviðsráði Hugvísindasviðs 2022-2023. Stúdentar á Hugvísindasviði eru þó hvattir til að nýta atkvæðisrétt sinn og kjósa fulltrúa stúdenta í háskólaráð Háskóla Íslands en kosningar til háskólaráðs fara fram samhliða kosningum til Stúdentaráðs þann 23. og 24. mars.

Hér að neðan er listi yfir frambjóðendur.

 

Framboðslistar Röskvu:

Háskólaráð:
1.Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir – Læknisfræði
2. Katrín Björk Krisjánsdóttir – Félagsráðgjöf
3. Rebekka Karlsdóttir – Lögfræði
4. Ingvar Þóroddsson – Hagnýtt stærðfræði

Félagsvísindasvið:
1.Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir – Lögfræði
2.Viktor Ágústsson – Viðskiptafræði
3.Diljá Ingólfsdóttir – Félagsráðgjöf
4.Elías Snær Önnuson Torfason – Stjórnmálafræði
5.Þórkatla Björg Ómarsdóttir – Félagsfræði

Heilbrigðisvísindasvið:
1.Andri Már Tómasson – Læknisfræði
2.Sigríður Helga Ólafsson – Sálfræði
3.Dagný Þóra Óskarsdóttir – Hjúkrunarfræði

Hugvísindasvið:
1.Rakel Anna Boulter – Almenn bókmenntafræði
2.Draumey Ósk Ómarsdóttir – Íslenska
3.Magnús Orri Aðalsteinsson – Enska

Menntavísindasvið:
1.Auður Eir Sigurðardóttir – Tómstunda- og félagsmálafræði
2.Ísak Kárason – Íþrótta- og heilsufræði
3.Sigurjóna Hauksdóttir – Uppeldis- og menntunarfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið:
1.Brynhildur Þorbjarnardóttir – Eðlisfræði
2.Maggi Snorrason – Rafmagns- og tölvuverkfræði
3.Dagmar Óladóttir – Landfræði

 

Framboðslistar Vöku:

Háskólaráð:
1.Birta Karen Tryggvadóttir – Hagfræð
2.Magnea Gná Jóhannsdóttir – Lögfræð
3.Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir – Lýðheilsuvísindi
4.Ellen Geirsdóttir Håkansson – Stjórnmálafræði

Félagsvísindasvið:
1.Dagur Kárason – Stjórnmálafræði
2.Axel Jónsson – Félagsráðgjöf
3.Embla Ásgeirsdóttir – Lögfræði
4.Iðunn Hafsteins – Viðskiptafræði
5.Logi Stefánsson – Viðskiptafræði

Hugvísindasvið:
Ekkert framboð barst

Menntavísindasvið:
1.Ísabella Rún Jósefsdóttir – Uppeldis- og menntunarfræði
2.Bergrún Anna Birkisdóttir – Grunnskólakennarafræði
3.Margrét Rebekka Valgarðsdóttir – Tómstunda- og félagsmálafræði

Heilbrigðisvísindasvið:
1.Telma Rún Magnúsdóttir – Lyfjafræði
2.Jóna Margrét Hlynsdóttir Arndal – Tannlæknisfræði
3.Freyja Ósk Þórisdóttir – Hjúkrunarfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið:
1.María Árnadóttir – Vélaverkfræði
2.Margrét Ásta Finnbjörnsdóttir – Iðnaðarverkfræði
3.Friðrik Hreinn Sigurðsson – Tölvunarfræði

 

Spurningum varðandi ofangreindar upplýsingar eða framkvæmd kosninga skulu berast til kjörstjórnar Stúdentaráðs á kjor@hi.is.

Stúdentaráðsfundur 10. mars 2022

Fimmtudaginn 10. mars fer Stúdentaráðsfundur fram kl 17:00 í L-201.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins. Óski almennur stúdent eftir að sækja fundinn, skal senda beiðni þess efnis á shi@hi.is til að geta sent Teams fundarboð.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur 17:00
  2. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla) 17:00-17:05
  3. Tilkynningar og mál á döfinni 17:05-17:25
  4. Félagsstofnun stúdenta (kynning og umræður) 17:25-17:45
  5. Fjárhagsáætlun Stúdentaráðs 2021-2022 (kynning og umræður) 17:45-18:00
  6. Hlé 18:00-18:10
  7. Stefna Stúdentaráðs (kynning og umræður) 18:10-18:40
  8. Önnur mál 18:40-18:50
  9. Fundi slitið 18:50