Stúdentaráðsfundur 25. nóvember 2021

Fimmtudaginn 25. nóvember fer Stúdentaráðsfundur fram í L-101 kl 17:00.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá

 1. Fundur settur 17:00
 2. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla) 17:00-17:05
 3. Tilkynningar og mál á döfinni 17:05-17:25
 4. Viðhorf stúdenta til breytinga á námi og kennslu í HÍ vegna COVID-19 á vormisseri 2021 (Kynning og umræður) 17:20-18:00
 5. Tilnefningar í kjörstjórn (atkvæðagreiðsla) 18:00-18:15
 6. Tillaga vegna starfsleyfis nýútskrifaðra sálfræðinga (atkvæðagreiðsla) 18:15-18:30
 7. Hlé 18:30-18:40
 8. Skýrsla starfshóps Stúdentaráðs vegna alþingiskosninga 2021 (Kynning og umræður) 19:00-19:15
 9. Sjúkra- og endurtökupróf við Háskóla Íslands (Kynning og umræður) 18:30-18:45
 10. Ókyngreind klósett (Kynning og atkvæðagreiðsla) 18:45-19:00
 11. Önnur mál 19:15-19:25
 12. Fundi slitið 19:25
 13. Bókfærð mál 

Tilkynning Stúdentaráðs vegna samfélagsaðstæðna í ljósi fjölgun kórónuveirusmita

Aðstæðurnar sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu vegna fjölda kórónuveirusmita hafa skiljanlega áhrif á umhverfið okkar og þar með andlega líðan, sem getur haft áhrif á nám og framvindu þess.

Aðgerðir stjórnvalda að tillögum sóttvarnaryfirvalda hafa nú verið tilkynntar og verður með nýrri reglugerð hægt að kortleggja betur viðbrögð háskólasamfélagsins. Réttindaskrifstofa Stúdentaráðs á í samskiptum við yfirstjórn háskólans vegna þessa og leitast eftir því að komið sé til móts við stúdenta í ljósi hraðrar útbreiðslu veirunnar, sér í lagi svo skömmu fyrir lokapróf haustmisseris en ekki síður vegna hátíðanna. 

Mikilvægt er að ráðstafanir séu gerðar með heilsu stúdenta og starfsfólks í forgrunni og að þau fjölmörgu tól sem háskólinn hefur lært af á fyrri misserum verði nýtt þannig að hægt verði að ljúka núverandi misseri á öruggan hátt.