Opið fyrir umsóknir í þriðju úthlutun Stúdentasjóðs

Búið er að opna fyrir umsóknir í þriðju úthlutun Stúdentasjóðs. Hægt er að sækja um styrki hér til 28. febrúar nk.. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að fara eins ítarlega eftir leiðbeiningum í umsóknarskjali og kostur er, en frávik frá reglum varðar frávísun umsóknar.

Áður en sótt er um hvetjum við ykkur til að kynna ykkur Stúdentasjóð á heimasíðu Stúdentaráðs og sérstaklega lög og reglur hans. Greiningarstyrkir og framfærslustyrkir verða veittir í næstu úthlutun.

Spurningum skal vísað til Maríu Sólar Antonsdóttur, forseta sjóðsins, á netfangið studenasjodur@hi.is.

Stúdentaráðsfundur 16. febrúar 2022

Miðvikudaginn 16. febrúar fer Stúdentaráðsfundur fram kl 17:00 í L-101.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins. Óski almennur stúdent eftir að sækja fundinn, skal senda beiðni þess efnis á shi@hi.is til að geta sent Teams fundarboð.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur 17:00
  2. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla) 17:00-17:05
  3. Tilkynningar og mál á döfinni 17:05-17:25
  4. Stefna Stúdentaráðs (kynning og umræður) 17:25-17:40
  5. Skipulags- og samgöngumál við Háskóla Íslands (kynning og umræður) 17:40-18:00
  6. Tillaga um skipan þingfulltrúa á landsþingi Landssamtaka íslenskra stúdenta (atkvæðagreiðsla) 18:00-18:15
  7. Hlé 18:15-18:25
  8. Geðheilbrigðismálaúrræði við Háskóla Íslands (kynning og umræður) 18:25-18:40
  9. Tillaga að að ályktun um að Stapi verði nýtt undir stúdentaíbúðir á ný (atkvæðagreiðsla) 18:40-18:55
  10. Tillaga vegna takmarkaðs aðgangs nema utan EES til vinnu með námi (atkvæðagreiðsla) 18:55-19:10
  11. Önnur mál 19:10-19:20
  12. Fundi slitið 19:20

Forsöluverð á tónleika Friðiks Dórs fyrir stúdenta við Háskóla Íslands

Opnum hliðin!

Eftir langa bið efnir Friðrik Dór til tónleika í Hörpunni í tilefni nýju plötunnar Dætur, þann 11. mars næstkomandi.

Stúdentaráð og Paxal bjóða stúdentum við Háskóla Íslands miða á forsöluverði út 14. febrúar.

!Hægt að nálgast miðann hér!

Krossum fingur og tær, hitum upp fyrir Októberfest og sjáumst í Silfurbergi!

Könnun á líðan og stöðu nemenda við Háskóla Íslands á tímum COVID-19

Stúdentaráð hefur lagt fyrir aðra könnun á líðan og stöðu nemenda við Háskóla Íslands á tímum COVID-19. Markmiðið er að öðlast betri sýn á aðstæðunum og geta þannig dregið fram leiðir til úrbóta. Mikilvægt er að kortleggja stöðuna til að geta brugðist við á réttan hátt.

Stúdentar hafa fengið könnunina á HÍ-netfangið sitt og óskar Stúdentaráð eftir því að henni sé svararð fyrir 17. febrúar næstkomandi. Einnig er hægt að nálgast könnunina hér.