Niðurstöður kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag, 24. og 25. mars, fóru fram kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2021-2022. Stúdentar kusu á milli framboðslista á sínu fræðasviði og fá fulltrúar ráðsins sæti í samræmi við hlutfall kosninga.

Stúdentaráð samanstendur af 17 fulltrúum og eins og kerfið er í dag eru 3 fulltrúar af hverju fræðasviði nema 5 fulltrúar á Félagsvísindasviði. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fékk alls 16 fulltrúa kjörna en Vaka, hagsmunafélag stúdenta, fékk 1 fulltrúa.

Kosn­ing­in fór fram á Uglunni og var kjör­sókn 26,46% en nánari tölur má finna hér undir lagaleg skjöl.
Kjörnu fulltrúarnir raðast á eftirfarandi máta:

Fé­lags­vís­inda­svið:
1. Re­bekka Karls­dótt­ir (Röskva)
2. Erna Lea Berg­steins­dótt­ir (Röskva)
3. Stefán Kári Ottós­son (Röskva)
4. Ell­en Geirs­dótt­ir Håk­ans­son (Vaka)
5. Kjart­an Ragn­ars­son (Röskva)

Heil­brigðis­vís­inda­svið:
1. Ing­unn Rós Kristjáns­dótt­ir (Röskva)
2. Mar­grét Jó­hann­es­dótt­ir (Röskva)
3. Kristján Guðmunds­son (Röskva)

Hug­vís­inda­svið:
1. Jóna Gréta Hilm­ars­dótt­ir (Röskva)
2. Anna María Björns­dótt­ir (Röskva)
3. Sig­urður Karl Pét­urs­son (Röskva)

Menntavís­inda­svið:
1. Rósa Hall­dórs­dótt­ir (Röskva)
2. Rann­veig Klara Guðmunds­dótt­ir (Röskva)
3. Erl­ing­ur Sig­valda­son (Röskva)

Verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­svið:
1. Ingvar Þórodds­son (Röskva)
2. Inga Huld Ármann (Röskva)
3. Helena Gylfa­dótt­ir (Röskva)

 

Skrifstofa Stúdentaráðs óskar nýkjörnum Stúdentaráðsliðum innilega til hamingju með kjörið og heilla í starfi. 

Niðurstöður könnunar um háskólanema og sumarstörf frá 29. maí 2020

Könnun þessi var unnin af Stúdentaráði Háskóla Íslands í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta og mennta- og menningarmálaráðuneytinu en framkvæmd af Maskínu. Markmiðið var að kanna líðan og stöðu stúdenta á vinnumarkaði í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Um er að ræða úrtakskönnun sem fór á nemendur við sjö háskóla á landinu þann 29. maí 2020 og lokaði 11. júní 2020. Þátttakendur voru 2640 talsins. Niðurstöður þessarar könnunar hafa ekki verið birtar formlega af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir Stúdentaráðs.

Umrædd könnun, númer fjögur í röðinni, var gerð í kjölfarið annarrar samstarfskönnunar Stúdentaráðs með ráðuneytinu og Landssamtökum íslenskra stúdenta, sem má finna hér. Niðurstöður hennar sýndu 38.9% atvinnuleysi meðal stúdenta þvert á skóla landsins, sem var jafn hátt hlutfall og í annarri könnun Stúdentaráðs frá 6. apríl. Spurningalistinn og aðferðafræðin var yfirfarin af ráðuneytinu áður en hún var send út en niðurstöðurnar ekki litnar alvarlegum augum, og því ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að fá óháðan aðila til að senda út fjórðu könnunina, til að fá raunverulegar tölur.

Vinnumálastofnun opnaði fyrir umsóknir í sumarstörf þann 26. maí 2020 þannig að það var viðbúið að niðurstöðurnar myndu sýna að staða stúdenta hefði skánað. Tölurnar sýndu minnkað hlutfall atvinnulausra og betri líðan stúdenta, sem var mjög jákvætt. Hins vegar var enn 16,2% atvinnuleysi meðal stúdenta og þótti Stúdentaráði réttast að kanna betur hvers vegna það væri og sömuleiðis hvað væri hægt að gera betur. Ekki var tekið tillit til þessa. 

Í samskiptum Stúdentaráðs við stjórnvöld gagnrýndi ráðið framsetningu á niðurstöðum könnunarinnar þar sem af þessum 16.2% voru dregin af 6,%, sem voru þau sem ætluðu í sumarnám, og svo önnur 0.5% sem höfðu þegar fengið boð um starf. Þannig var meiningin að sýna fram á að aðeins 9.2% stúdenta væru atvinnulausir. Það gat ekki staðist. Að fara í sumarnám er með engu móti það sama og að eiga starf sér til framfærslu. Af þessum sem ætluðu í sumarnám voru líka 10.5% sem sögðust ætla að vera á námslánum samhliða. Það er skuldsetning. Atvinnuleysi mældist enn meðal stúdenta og þörf var á viðbrögðum.

Niðurstöður þessar eru að birtast fyrst hér. Skýrslu með ítarlegri sundurliðun er að finna hér.

Mikilvæg atriði sem draga má af niðurstöðunum:

  • 16,2% stúdentar voru enn atvinnulausir í júní 2020 
  • 43,6% af þeim sem voru atvinnulausir sáu fyrir sér að fara í sumarnám og 17,6% aðeins ef þau yrðu ennþá atvinnulaus
  • 69,4% af þeim sem voru atvinnulausir höfðu ekki fengið boð um sumarstarf í júní, og 25,4% misstu það starf sem þau voru þegar komin með
  • 67,4% þeirra sem ekki voru komin með starf sögðust myndu eiga erfitt með að mæta útgjöldum sínum í sumar og 23,8% sögðu það verða í meðallagi
    • Þá sögðust 64,3% þeirra sem voru komin með starf eiga auðvelt með að mæta útgjöldum sínum
  • Af þeim sem sögðust ætla að skrá sig í sumarnámskeið, sögðust 65,8%, ekki ætla að sækja um námslán jafnvel þó þau yrðu atvinnulaus
  • 45% þótti skrásetningargjöld við opinbera háskóla vera lítið eða ekki íþyngjandi og 30% þótti það fremur eða mjög íþyngjandi.
  • Á skalanum 0-10 (0 verandi mjög óhamingjusamur/söm og 10 verandi mjög hamingjusamur/söm) sögðust flestir svarendur, eða 29,3%, staðsettu sig á 8 á skalanum. Meirihluti svarenda staðsettu sig fyrir ofan 5 á skalanum.

Stúdentaráðsfundur 10. mars

Miðvikudaginn 10. mars fer Stúdentaráðsfundur fram í raunheimum og á Teams kl 17:00. Stúdentaráðsliðum gefst kostur á að sækja fundinn en vegna fjöldatakmarkana er okkur ekki unnt að bjóða gestum. Óski almennur stúdent eftir að sækja fundinn, skal senda beiðni þess efnis á shi@hi.is til að geta sent Teams fundarboð.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa þá öllum stúdentum og er þeim því velkomið að mæta á fundi ráðsins.

Dagskrá fundarins má finna hér.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.