Heimildarþáttur um sögu Stúdentaráðs

Í tilefni 100 ára afmæli Stúdentaráðs, hefur ráðið verið að vinna að heimildarþáttum.

Stúdentaráð Háskóla Íslands mun í samstarfi við Landsbankann, Háskóla Íslands og RÚV gefa út heimildaþætti, í tilefni aldar afmælisins. Þeir munu fjalla um hagsmunabaráttu stúdenta og rekja sögu Stúdentaráðs.

 

Ingileif Friðriksdóttir sér um þáttastjórn og verða viðmælendur þáttarins allskyns fólk sem hefur komið að starfi Stúdentaráðs með einum eða öðrum hætti í gegnum árin og sett sitt mark á hagsmunabaráttuna.

Þættirnir verða sýndir á RÚV og munum við birta tímasetningar þegar að nær dregur.
Stikla úr þáttunum verður frumsýnd á afmælishátíð Stúdentaráðs þann 4. desember næstkomandi. Hátíðin byrjar klukkan 18:00 og er hlekkur á streymið hér: https://www.hi.is/vidburdir/aldarafmaeli_studentarads_fagnad

Stúdentaráð í kvöldfréttum RÚV

Emily Reise alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs var í kvöldfréttum RÚV nú á dögunum.
Þar talar um aðstæður erlenda nemenda við Háskóla Íslands. Þar segir hún ljóst að áhyggjur séu helst vegna óvissunnar sem stafar af þróun faraldursins og að skólayfirvöld verði að leggjast við hlustir og sýna sveigjanleika í tengslum við prófahald.
Armando Garcia framhaldsnemi í menntunarfræði segir einnig frá sinni reynslu.
Emily hefur verið mjög öflug í starfi sínu, reiðubúin til að aðstoða og leita leiða til að viðhalda félagslega þáttinn með allskonar rafrænum viðburðum. Stúdentar þurfa samt sem áður að fá stuðning frá háskólanum og stjórnvöldum einnig og þeim sýndur skilningur.
Frétt má sjá hér https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/27717/8kua2e viðtali við Emily hefst á 13:20