RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík

RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, verður haldin í 18. sinn dagana 30. september – 10. október. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem ein athyglisverðasta kvikmyndahátíðin í Evrópu og er einn stærsti menningarviðburður landsins.
Á dagskrá er fjöldi splunkunýrra kvikmynda víða að úr heiminum sem margar hverjar hafa sópað að sér verðlaunum auk sérviðburða á borð við bílabíó, sundbíó og hellabíó.

Nemar fá sérstakan 3.000 kr afslátt af hátíðarpössum RIFF sem gildir á allar kvikmyndir í Bíó Paradís og Norræna húsinu (gildir ekki á sérviðburði). Tilboðið gildir út fimmtudaginn 30. september næstkomandi.

Lendigarsíða tilboðsins er hér https://riff.is/is/product/hatidarpassi-nemendur/

Hidden Iceland

Hidden Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum og pakkaferðum um Ísland með leiðsögumanni. Hidden Íslands býður handhöfum Stúdentakortsins 25% afslátt af öllum skipulögðum ferðum með kóðanum STUDENT25.

Stúdentakjallarinn

Gegn framvísun stúdentakortsins fá allir stúdentar tilboð á bjór!

Tuborg Green á 590 kr, Tuborg Classic á 690 kr, Guinness á 790 kr, Kronenbourg Blanc á 990 kr og Bríó á 690 kr.

Rentaparty.is

Rentaparty.is veitir stúdentum 10% afslátt af vörum með kóðanum “studentaparty” á heimasíðu sinni.

Reykjavík Escape

Reykjavík Escape veitir stúdentum aðgang að Reykjavík Escape fyrir 3000 kr á mann, alla þriðjudaga út skólaárið.

Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið veitir stúdentum 1000 króna afslátt af miðum ef þeir eru keyptir á sýningardegi. Einnig fá 25 ára og yngri 50% afslátt af hverjum miða ef keypt er á 4 sýningar eða fleiri.

Bíó Paradís

Bíó Paradís veitir stúdentum 25% afslátt af miðaverði gegn framvísun Stúdentakortsins.

Rvk Cocktails

Kokteilaskólinn býður stúdentum 20% afslátt á öll námskeið Kokteilaskólans sem haldin verða alla fimmtudaga á Snaps í vetur gegn framvísun stúdentaskírteinis. Á námskeiðinu læra þátttakendur undirstöðuatriðin í kokteilagerð og gera saman þrjá spennandi kokteila undir leiðsögn kokteilameistara.

Dagskrá Kokteilaskólans má finna á https://tix.is/is/event/10686/kokteilaskolinn/

Hægt er að bóka námskeið á info@kokteilaskolinn.is.

Magic Ice Gallery

Magic Ice Gallery býður stúdentum upp á 2 fyrir 1 af verðlista gegn framvísun á stúdentakortinu.