Átak Stúdentaráðs og Hugrúnar

Stúdentaráð Háskóla Íslands og Hugrún geðfræðslufélag efna til átaks vikuna 22.-26. febrúar með það að markmiði að miðla fræðsluefni og bjargráðum til stúdenta. Ljóst er að samfélagsástandið hefur verið þeim einstaklega erfitt viðureignar, námserfiðleikar kunna að hafa aukast og geðheilsa stúdenta tekið skell.


Niðurstöður könnunar Stúdentaráðs frá 9. – 16. október voru til marks um að 67% stúdenta líði ekki vel í aðstæðum sökum faraldursins og 72% þeirra voru að upplifa mikið álag sem þau töldu að hefði áhrif á námsframvindu. Þessar niðurstöður komu því miður ekki mikið á óvart þar sem niðurstöður fyrstu könnunar ráðsins frá 22. mars sýndu að 54% íslenskra nema töldu sig upplifa mikla streitu og sömuleiðis 42% alþjóðlegra nema, og sögðu 53.1% að það kæmi til með að hafa áhrif á námsframvindu.


Það er vegna þessa sem Hugrún og Stúdentaráð hafa tekið höndum saman, til að styðja við stúdenta, hlusta og aðstoða. Viljum við að stúdentar séu meðvitaðir um þá fræðslu sem Hugrún stendur fyrir og sömuleiðis að ávallt sé hægt að hafa samband við okkur.

 

Umsóknir opnar í Stúdentasjóð vegna 3. úthlutunar

Það er nú opið fyrir umsóknir í þriðju úthlutun Stúdentasjóðs. Hægt er að sækja um styrki hér. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að fara eins ítarlega eftir leiðbeiningum í umsóknarskjali og kostur er, en frávik frá reglum varðar frávísun umsóknar.

Áður en sótt er um hvetjum við ykkur til að kynna ykkur lög og verklagsreglur sjóðsins, en þær má nálgast hér og á heimasíðu Stúdentaráðs.

Spurningum skal vísað til Hauks Friðrikssonar, forseta sjóðsins, á netfangið studentasjodur@hi.is.

Aðgerðir strax!

Herferð Ungra Umhverfissinna um Aðgerðir strax! Fer formlega í loftið í dag.

Tilgangur herferðarinnar er að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Lesið meira um herferðina og kröfulista hennar hér.

Í dag halda Loftslagsverkföllin áfram og hvetur Stúdentaráð öll þau sem vilja leggja málefninu lið til þess að mæta á Austurvöll núna á föstudaginn klukkan 12:00 og krefjast Aðgerða strax!

#adgerdirstrax

Stúdentaráðsfundur 17. febrúar 2021

Kæru stúdentar

Miðvikudaginn 17. febrúar fer Stúdentaráðsfundur fram í raunheimum og á Teams kl 17:00. Stúdentaráðsliðum gefst kostur á að sækja fundinn en vegna fjöldatakmarkana er okkur ekki unnt að bjóða gestum. Óski almennur stúdent eftir að sækja fundinn, skal senda beiðni þess efnis á shi@hi.is til að geta sent Teams fundarboð.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa þá öllum stúdentum og er þeim því velkomið að mæta á fundi ráðsins.

Dagskrá fundarins má finna hér.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

 

Heimildaþáttaröð Stúdentaráðs frumsýnd á RÚV

Á morgun, fimmtudaginn 4. febrúar, verður frumsýning á heimildaþáttaröð Stúdentaráðs, Baráttan – 100 ára saga Stúdentaráðs. Þættirnir eru gefnir út í tilefni af 100 ára afmæli Stúdentaráðs og rekja þeir sögu ráðsins.

Þættirnir verða sýndir á RÚV alla fimmtudaga í febrúar klukkan 20.45.

Hér má sjá brot af þáttunum: