Stúdentaráðsfundur 21. maí 2024

Miðvikudaginn 21. maí 2024 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:00 í stofu 0-201.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins. Athugið að fundurinn fer fram á íslensku. 

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá:

  1. Forseti Stúdentaráðs setur fund 17:00-17:05 
  2. Fundargerð síðasta fundar Stúdentaráðs 5. mars borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla) 17:05-17:10  
  3. Drög að ársreikningi Stúdentaráðs 2023-2024 kynnt 17:10-17:25 
  4. Ársskýrsla Stúdentaráðs kynnt 17:25-17:50 
  5. Bókfærð mál 

Nýtt stúdentaráð 2024-2025 tekur við 17:50

  1. Forseti Stúdentaráðs setur fund 17:50
  2. Fundargerð kjörfundar borin upp til samþykktar 17:50-17:55
  3. Praktísk atriði til nýrra Stúdentaráðsliða 17:55-18:10
  4. Fundarhlé 18:10-18:20
  5. Eftirstandandi tilnefningar í nefndir og sviðsráð Stúdentaráðs (atkvæðagreiðsla) 18:20-18:25
  6. Tillaga um að Stúdentaráð beiti sér fyrir því að stúdentakortin verði gerð rafræn (atkvæðagreiðsla)  18:25-18:35
  7. Tillaga um stofnun lagaráðs til endurskoðunar á lögum um Stúdentaráð (atkvæðagreiðsla) 18:35-18:45
  8. Tillaga um að Stúdentaráð beiti sér fyrir því að Októberfest fái að standa yfir lengur (atkvæðagreiðsla)  18:45-18:55
  9. Tillaga um stefnu Stúdentaráðs er varðar rekstur Hámu (atkvæðagreiðsla)  18:55-19:05
  10. Tillaga um að Stúdentaráð beiti sér fyrir því að upphituðum strætóskýlum verði komið upp á háskólasvæðinu (atkvæðagreiðsla) 19:05-19:15
  11. Kjör fulltrúa SHÍ í stjórn Byggingafélag Námsmanna (atkvæðagreiðsla) 19:15-19:20
  12. Önnur mál 19:20-19:35
  13. Fundi slitið 19:35

SHÍ auglýsir eftir umsóknum í stöður framkvæmdastjóra, alþjóðafulltrúa og ritstjóra fyrir starfsárið 2024-2025

Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum í stöður framkvæmdastjóra, alþjóðafulltrúa og ritstjóra fyrir starfsárið 2024-2025.

Framkvæmdastjóri:

Framkvæmdastjóri hefur yfirumsjón með fjármálum Stúdentaráðs, rekstri skrifstofunnar og framkvæmd stefnu ráðsins. Meðal verkefna framkvæmdastjóra er yfirumsjón með fjármálum Stúdentaráðs, umsjón með rekstri skrifstofunnar, bókhald, og samningsgerðir, auk þess að skrá fundargerðir ráðsins og halda utan um upplýsingaflæði milli aðila.

Hæfniskröfur: Áhugi á málefnum stúdenta, þekking á fjármálum og bókhaldi, færni í mannlegum samskiptum, og geta til að tjá sig skýrt í ræðu og riti á íslensku og ensku. Reynsla af stjórnsýslu Háskóla Íslands og frumkvæði til sjálfstæðra verkefna. Menntun sem nýtist í starfi er kostur.

Starfshlutfall er breytilegt eða eftir samkomulagi.

 

Alþjóðafulltrúi:

Alþjóðafulltrúi sinnir þörfum erlendra nemenda, bæði í daglegum samskiptum og við skipulagningu viðburða, og er milliliður í samstarfi við alþjóðleg háskólanet eins og Aurora.

Hæfniskröfur: Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, framúrskarandi samskiptahæfni, og þekking á alþjóðamálum. Gott vald á íslensku og ensku, reynsla af alþjóðastarfi og þátttaka í háskólasamfélaginu eru mikilvæg.

Starfshlutfall er breytilegt eða eftir samkomulagi.

 

Ritstjóri Stúdentablaðsins:

Ritstjóri ber ábyrgð á útgáfu og innihaldi Stúdentablaðsins, stjórnar ritstjórninni, skipuleggur útgáfudagsetningar og sér um auglýsingasöfnun.

Hæfniskröfur: Áhugi á fjölmiðla- og útgáfustörfum, reynsla af ritstjórn og grafískri hönnun, og frábær tölvufærni. Framúrskarandi tungumálakunnátta í íslensku og ensku og geta til að starfa í teymi sem og sjálfstætt.

 

Umsóknarfrestur: til og með 20. maí 2024. Allar umsóknir skal senda á shi@hi.is merkt þeirri stöðu sem sótt er um.

Starfshlutfall er breytilegt eða eftir samkomulagi.

Hægt er að lesa meira um störf Stúdentaráðs hér.

Stúdentaráð Háskóla Íslands kallar eftir breytingar á löggjöf um atvinnuleyfi námsmanna utan EES

Í janúar 2024 gerði Alþjóðanefnd SHÍ könnun á áskorunum sem nemendur sem koma utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) mæta við umsóknir um atvinnuleyfi á Íslandi. Könnunin skilaði 266 svörum og niðurstöðurnar sýna með skýru móti að  íslensk stjórnvöld verða að ráðast í endurskoðun á löggjöf um atvinnuleyfi.

Í kjölfarið kallar Stúdentaráð eftir breytingum á lögum um atvinnuleyfi fyrir námsmenn sem koma utan EES.

Lestu ákallið hér.

Lestu skýrsluna í heild sinni á ensku hér

Ágrip  

Íslensk stjórnvöld, sér í lagi dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, og félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, eru hvött til að endurskoða löggjöf um atvinnuleyfi námsmanna sem koma utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Atvinnuréttur á sjálfkrafa að vera veittur samhliða dvalarleyfi námsmanna. Slíkt myndi stórbæta lífsgæði þessara nemenda, draga úr álagi hjá Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun, styðja hagkerfi landsins og tryggja samræmi við önnur Evrópulönd.

Þessi tillaga ásamt öðrum tillögum hér að neðan eru útskýrð ítarlega í skýrslunni.

Tillögur (í forgangsröð)

  1. Veita atvinnurétt samhliða veitingu dvalarleyfis fyrir námsmenn.
  2. Leyfa að atvinnuleyfi sé bundið við einstakling, ekki við ákveðið starf.
  3. Leyfa umsækjanda (ekki vinnuveitanda) að leggja fram umsókn um atvinnuleyfi.
  4. Veita sjálfkrafa endurnýjun atvinnuleyfis ef skilyrði eru óbreytt.
  5. Láta umsóknir berast beint til Vinnumálastofnunar, ekki Útlendingastofnunar.
  6. Setja frest til að framsenda umsóknir frá Útlendingastofnun til Vinnumálastofnunar.
  7. Búa til rafræna umsóknagátt.
  8. Búa til algengar spurningar og skref-fyrir-skref myndbönd um hvernig á að sækja um atvinnuleyfi.
  9. Bæta samskipti við umsækjendur (þar á meðal um tafir á afgreiðslu).
  10. Tryggja að starfsmenn hafi þekkingu og tíma til að veita réttar og kurteisar leiðbeiningar.