Langar þig að vera ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda?

Ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda er skipaður til eins árs og mun þurfa sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Sömuleiðis situr ungmennafulltrúinn í sendinefnd LUF hjá SÞ auk þess að eiga sæti í alþjóðaráði LUF. 

Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda.

Stúdentaráð Háskóla Íslands er aðildarfélag að LUF og getur sem slíkt boðið fram einn fulltrúa í umboði Stúdentaráðs. Sambandsþing LUF kýs svo á milli tilnefninga aðildarfélaganna þann 24. febrúar nk. 

Ef þú ert nemandi við Háskóla Íslands getur þú sótt um að vera tilnefning SHÍ ef þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði: 

  1. Ert á aldrinum 18-25 ára 
  2. Hefur þekkingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna
  3. Hefur reynslu af hagsmunastarfi ungmennafélaga
  4. Býrð yfir leiðtogahæfni og frumkvæði
  5. Hefur vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  6. Viðeigandi menntun sem nýtist í embætti / þekking á Sameinuðu þjóðunum er kostur
  7. Hefur tök á að skuldbinda þig hlutverkinu til eins árs með virkri þátttöku í starfi LUF
  8. Hefur íslenskt ríkisfang auk fastrar búsetu á Íslandi að jafnaði

Þá er búist við að ungmennafulltrúar á vegum LUF sæki Leiðtogaskóla Íslands og taki virkan þátt í starfi LUF auk Félags Sameinuðu þjóðanna.

Ef þetta á við um þig og þú vilt sækja um að vera tilnefning SHÍ, sendu okkur þá kynningarbréf þar sem fram kemur hvers vegna þú sækir um stöðuna og hvernig þú telur þig uppfylla skilyrðin hér að ofan á shi@hi.is. Ef umsókn telst ekki uppfylla þau skilyrði verður henni vísað frá. Frestur er til og með 6. febrúar. 

 

Stúdentaráðsfundur 15. janúar 2024

Mánudaginn 15. janúar 2024 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:00 í stofu N-132.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá:

  1. Forseti Stúdentaráðs setur fund 17:00-17:05 
  2. Fundargerð síðasta fundar Stúdentaráðs borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla) 17:05-17:10  
  3. Tilkynningar og mál á döfinni 17:10-17:20 
  4. Fjárveitingar til Háskóla Íslands – Guðmundur Ragnar Jónsson, framkvæmdastjóri sameiginlegrar stjórnsýslu HÍ 17:20-17:45 
  5. Kynning á skýrslu um MSNM – Gísli Laufeyjarson Höskuldsson 17:45-18:00
  6. Fjármál stúdentaráðs 18:00-18:10
    Hlé 18:10-18:20
  7. Næstu skref varðandi lögmæti skrásetningargjaldsins (atkvæðagreiðsla) 18:20-18:30
  8. Skipulagsmál 18:30-18:40 
  9. Umræður og tillaga að efni í herferð SHÍ (atkvæðagreiðsla) 18:40-18:55
  10. Kynning á Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) – Alexandra Ýr van Erven 18:55-19:10 
  11. Önnur mál 19:05-19:15 
  12. Fundi slitið 19:15

Opnunartími skrifstofu Stúdentaráðs vorið 2024

Gleðilegt nýtt ár kæru stúdentar. Við vekjum athygli á opnunartíma skrifstofu Stúdentaráðs. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 10-17.

Alþjóðafulltrúi, Hagsmunafulltrúi og Lánasjóðsfulltrúi eru öll með opna viðtalstíma, við bendum á að tímasetningin hefur breyst frá því fyrir áramót. Tímasetningar sjást á meðfylgjandi mynd.

Yfirlýsing SHÍ til stuðnings palestínsku þjóðarinnar

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur gefið frá sér yfirlýsingu til stuðnings palestínsku þjóðarinnar. Yfirlýsinguna er hægt að nálgast hér.

Kosið var um yfirlýsinguna í rafrænna atkvæðagreiðslu og voru niðurstöður ljósar 5. janúar síðastliðinn. Tillaga að yfirlýsingunni var lögð til, rædd og samþykkt á síðasta stúdentaráðsfundi þann 13. desember 2023.

Birtur hefur verið undirskriftarlisti þar sem nemendur við Háskóla Íslands geta tekið undir yfirlýsingu Stúdentaráðs, hann má finna hér.