Langar þið að vera ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis eða loftslagsmála?

Ungmennafulltrúi Íslands á sviði kynjajafnréttis er skipaður til eins árs og kemur til með að sitja í stýrihóp forsætisráðuneytisins um kynslóð jafnréttis og sækja viðburð á vegum The Commission on the Status of Women (CSW). Auk þess mun fulltrúinn eiga sæti í alþjóðaráði LUF. Ungmennafulltrúi Íslands á sviði loftslagsmála er einnig skipaður til eins árs og kemur hann til með að sækja 28. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP29, sem fer fram í Baku í nóvember 2024.

Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda.

Stúdentaráð Háskóla Íslands er aðildarfélag að LUF og getur sem slíkt boðið fram einn fulltrúa í umboði Stúdentaráðs. Leiðtogaráð LUF kýs svo á milli tilnefninga aðildarfélaganna þann 4. maí nk.

Ef þú ert nemandi við Háskóla Íslands getur þú sótt um að vera tilnefning SHÍ ef þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

  1. Ert á aldrinum 18-25 ára
  2. Hefur þekkingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna
  3. Hefur reynslu af hagsmunastarfi ungmennafélaga
  4. Býrð yfir leiðtogahæfni og frumkvæði
  5. Hefur vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  6. Viðeigandi menntun sem nýtist í embætti / þekking á Sameinuðu þjóðunum er kostur
  7. Hefur tök á að skuldbinda þig hlutverkinu til eins árs með virkri þátttöku í starfi LUF
  8. Hefur íslenskt ríkisfang auk fastrar búsetu á Íslandi að jafnaði

Þá er búist við að ungmennafulltrúar á vegum LUF sæki Leiðtogaskóla Íslands og taki virkan þátt í starfi LUF auk Félags Sameinuðu þjóðanna.

Ef þetta á við um þig og þú vilt sækja um að vera tilnefning SHÍ, sendu okkur þá kynningarbréf þar sem fram kemur hvers vegna þú sækir um stöðuna og hvernig þú telur þig uppfylla skilyrðin hér að ofan á shi@hi.is. Ef umsókn telst ekki uppfylla þau skilyrði verður henni vísað frá. Frestur er til og með 26. apríl kl 12:00. 

Stúdentaráð hvetur nemendur til að sniðganga Rapyd og greiða skrásetningargjöldin með millifærslu eða reiðufé

Vegna þrýstings frá Stúdentaráði er Háskóli Íslands að leita leiða til að skipta út greiðslukerfi við innheimtu skrásetningargjalda. Þangað til geta stúdentar sem vilja sniðganga Rapyd valið milli þess að millifæra gjaldið eða staðgreiða með reiðufé.

Millifærsla:

Millifæra skal gjaldið á bankareikning Háskóla Íslands:

bknr: 0137-26-000174 og kt: 600169-2039

Það er mjög mikilvægt að sendur sé tölvupóstur á nemskra@hi.is þar sem tilteknar eru allar upplýsingar  um millifærsluna þ.e. dagsetning, tími, upphæð og kennitala þess nemenda sem skrásetningargjaldið er greitt fyrir.

Reiðufé:

Hægt er að staðgreiða gjaldið með reiðufé á þjóunstuborðinu á Háskólatorgi.

 

Kjörfundur Stúdentaráðs 16. apríl 2024

Kosningar til Stúdentaráðs fóru fram 20. og 21. mars sl. og má nálgast niðurstöður kosninga á heimasíðu ráðsins

Í kjölfar kosninga kýs Stúdentaráð sér fulltrúa til starfa á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs, ásamt því að kjósa í önnur embætti ráðsins á sérstökum kjörfundi. Kjörfundur verður haldinn 16. apríl kl. 17:00 í O-201. Fundir Stúdentaráðs eru opnir öllum skv. a-lið 9. gr. laga Stúdentaráðs.

Mögulegt er að gefa kost á sér í embætti forseta, varaforseta, hagsmunafulltrúa og lánasjóðsfulltrúa á skrifstofu Stúdentaráðs. Einnig í fastanefndir og önnur embætti á vegum Stúdentaráðs. Þau sem kjörin eru á kjörfundi taka við störfum á skiptafundi, sbr. 4. gr. laga Stúdentaráðs. Kjörgengir til þessara embætta eru öll þau sem hafa verið skráð til náms við Háskóla Íslands á síðustu þremur árum, á undan sérstökum kjörfundi.

Embætti sem kosið er í á skrifstofu Stúdentaráðs, skv. lögum ráðsins:

  • Forseti Stúdentaráðs
  • Varaforseti Stúdentaráðs
  • Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs
  • Hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs

Nefndir Stúdentaráðs, skv. lögum ráðsins:

  • Fjórir fulltrúar skulu kjörnir í fjármála- og atvinnulífsnefnd, alþjóðanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, fjölskyldunefnd, félagslífs- og menningarnefnd og lagabreytinganefnd.
  • Tveir fulltrúar eru kjörnir í nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd.
  • Fimm fulltrúar eru kjörnir í jafnréttisnefnd, einn frá hverju fræðasviði, og taka þeir aðilar jafnframt sæti í jafnréttisnefnd hvers sviðs.

Á kjörfundi hafa einungis nýkjörnir fulltrúar Stúdentaráðs atkvæðisrétt. Gefi fleiri kost á sér en kosið er um ræður hlutfallskosning. Séu fleiri en einn í framboði í tiltekinni kosningu, hlýtur sá einstaklingur sem fær flest atkvæði embættið, svo sá sem þar eftir kemur og koll af kolli.

Tilnefningar í embætti skal skila til fundarstjóra sem er jafnframt forseti Stúdentaráðs, Rakelar Önnu Boulter, fyrir kjörfund á shi@hi.is eða á fundinum sjálfum.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti á shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur
  2. Kjör forseta Stúdentaráðs 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  3. Kjör varaforseta Stúdentaráðs 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  4. Kjör hagsmunafulltrúa Stúdentaráðs 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  5. Kjör lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  6. Tilnefningar fylkinga í sviðsráð 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  7. Tilnefningar fylkinga í nefndir Stúdentaráðs 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  8. Kjör Aurora fulltrúa Stúdentaráðs 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  9. Kjör varafulltrúa í Stúdentaráð 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  10. Tilnefningar fylkinga til Háskólaþings 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  11. Önnur mál

Opið fyrir umsóknir í fjórðu úthlutun Stúdentasjóðs

Búið er að opna fyrir umsóknir í fjórðu úthlutun Stúdentasjóðs skólaárið 2023-2024.

Umsóknareyðublað er að finna hér. Við viljum hvetja til þess að umsóknareyðublaðið sé eins vel útfyllt og kostur er en umsóknum sem uppfylla ekki skilyrði verður vísað frá.

Einnig hvetjum við til þess að umsækjendur kynni sér sérstaklega lög og verklagsreglur sjóðsins, hér er hægt að nálgast helstu upplýsingar um sjóðinn samandregnar.

Við vekjum athygli á því að greininingarstyrkir og framfærslustyrkir eru veittir í þessari úthlutun. 

Dæmi um aðra styrki sem veittir eru í þessari úthlutun eru félaga- og höfðatölustyrkir fyrir nemendafélög, ferðastyrkir, ráðstefnustyrkir og viðburðarstyrkir.

Tekið er við umsóknum til kl. 12:00 mánudaginn 15. apríl 2024. Umsóknum sem berast eftir þann tíma verður sjálfkrafa vísað frá.

Spurningum skal vísað til Dagnýjar Þóru Óskarsdóttur, forseta sjóðsins, á netfangið studentasjodur@hi.is.