3. fundur Stúdentaráðs 27. ágúst 2024

Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:00 í stofu HT-101, Háskólatorgi.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

 

Fundardagskrá:

Fundur settur 17:00 – 17:05
Fundargerð skiptafundar þann 21. maí 2024 borin upp til samþykktar 17:05 – 17:10
Fundargerð síðasta fundar 8. ágúst 2024 borin upp til samþykktar 17:05 – 17:10
Drög að fundaskipulagi haustannar 17:10 – 17:15
Lagabreytingatillaga lagaráðs, 1. áfangi 17:15 – 17:35
Tilnefningar í stjórn Stúdentasjóðs 17:35 – 17:40
Fundarhlé 17:40 – 17:50
Tillaga að herferð Stúdentaráðs 17:40 – 17:55
Tillaga um kynhlutlaus salerni 17:55 – 18:05
Tillaga um uppsetningu á rafhleðslustöðvum við Háskóla Íslands 18:05 – 18:15
Tillaga um að Stúdentaráð beiti sér fyrir því að Félagsstofnun stúdenta selji nikótínpúða í Hámu 18:15 – 18:25
Tillaga um að Stúdentaráð krefjist umbóta í almenningssamgöngum 18:25 – 18:40
Fundarhlé 18:40 – 18:50
Tillaga um matarvagna í prófatíð 18:50 – 19:00
Tillaga um vinnustundir skrifstofu 19:00 – 19:10
Tillaga um aukinn fyrirvara í starfi Stúdentaráðs 19:10 – 19:20
Bókfærð mál og tilkynningar 19:20 – 19:25
Önnur mál 19:30 – 19:35

 

Stúdentaráðsfundur 6. ágúst 2024

Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:30 í stofu VHV-007.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins. Athugið að fundurinn fer fram á íslensku. Athugið einnig að tillaga verður til atkvæðagreiðslu á fundinum um lokun hans fyrir öðrum en þeim sem hafa málfrelsisrétt.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá:

  1. Fundargerð fyrri fundar borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla)

    Approval of Previous Meeting Minutes (Vote)

  2. Tillaga um lokun fundar

    Proposal to Close the Meeting to the Public

  3. Yfirferð og umræður um tímalínu, samskipti og annað tengt Októberfest SHÍ

    Review and Discussion of the Timeline, Communications, and Other Matters Related to Októberfest SHÍ

  4. Atkvæðagreiðsla um samning SHÍ við verktaka

    Vote on SHÍ’s Contract with Contractors

  5. Bókfærð mál og tilkynningar

    Recorded Matters and Announcements

 

 

 

Forsalan á Októberfest er hafin

Stærsta tónlistarhátíð stúdenta, Októberfest SHÍ, verður haldin í 20. skipti dagana 5.-7. september 2024!
Hátíðin í ár verður stórkostlegri en nokkru sinni fyrr!
Miðasala er hafin í Aur-appinu. Ekki missa af besta dílnum, tryggðu þér miða núna á meðan það er hægt.
Listamenn verða tilkynntir síðar.
Einnig er hægt að kaupa miða á skrifstofu Stúdentaráðs á Háskólatorgi, 3. hæð.
Hafið samband við okkur í síma 570-0850 eða í tölvupósti á shi@hi.is ef það koma upp einhver vandamál eða einhverjar spurningar