Opið fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun Stúdentasjóðs

Búið er að opna fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun Stúdentasjóðs. Hægt er að sækja um styrki hér til kl. 14:00 þann 3. Nóvember  næstkomandi. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að fara eins ítarlega eftir leiðbeiningum í umsóknarskjali og kostur er, en frávik frá reglum varðar frávísun umsóknar.

Áður en sótt er um hvetjum við ykkur til að kynna ykkur Stúdentasjóð á heimasíðu Stúdentaráðs og sérstaklega lög og verklagsreglur hans. Hér er hægt að nálgast helstu upplýsingar um sjóðinn samandregnar. Athugið að greiningarstyrkir og framfærslustyrkir verða ekki veittir í þessari úthlutun.-

Spurningum skal vísað til Viktors Péturs Finnssonar, stjórnarformanns sjóðsins, á netfangið studentasjodur@hi.is. eða til Réttindaskrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Íþróttaskóli Stúdentaráðs Haustönn 2024.

Íþróttaskóli Stúdentaráðs Haustönn 2024.

Stúdentaráð Háskóla Íslands rekur íþróttaskóla fyrir börn stúdenta fædd á árunum 2019-2023. Tímarnir fara fram í íþróttahúsi háskólans við Sæmundargötu og er hver tími 40 mínútur. Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 12. október og lýkur 23 nóvember. Það verða því 7 tímar í heildina. Börnunum er skipt í tvo hópa eftir aldri og eru 20 pláss í hvorum hópi. Yngri hópurinn (f. 2022, 2023) er kl. 8:45 – 9:25 og eldri hópurinn (f. 2019, 2020, 2021) kl. 09:30 – 10:10. Létt hressing í boði fyrir börnin eftir tíma.

Smelltu hér til að skrá barn í Íþróttaskóla SHÍ 2024.

Markmið íþróttaskólans er að gefa börnum kost á hreyfinámi, efla hreyfiþroska og hreyfigetu barnanna. Bæta samhæfingu, sjálfstraust og vellíðan. Leikir og þrautabrautir skipa stærstan þátt í náminu og reynt að hafa æfingar sem fjölbreyttastar þannig að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Unnið er bæði með fín- og grófhreyfingar. Félagsþroski, samvinna og það að taka tillit til annarra er mikilvægur þáttur í starfinu.

Foreldrar taka virkan þátt í tímum með því að aðstoða börnin sín. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum netfangið fjolskyldushi@hi.is.

Námskeiðið er endurgjaldslaust.