Opið fyrir umsóknir í aðra úthlutun Stúdentasjóðs

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til annarrar úthlutunar Stúdentasjóðs skólaárið 2024-2025. Hægt er að sækja um styrki hér til kl. 12:00 þann 27. desember næstkomandi. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að fara eins ítarlega eftir leiðbeiningum í umsóknarskjali og kostur er, en frávik frá reglum varðar frávísun umsóknar.

Áður en sótt er um hvetjum við ykkur til að kynna ykkur Stúdentasjóð á heimasíðu Stúdentaráðs og sérstaklega lög og verklagsreglur hans. Hér er hægt að nálgast helstu upplýsingar um sjóðinn samandregnar. Athugið að greiningarstyrkir og framfærslustyrkir verða veittir í þessari úthlutun.

Spurningum skal vísað til Viktors Péturs Finnssonar, stjórnarformanns sjóðsins, á netfangið studentasjodur@hi.is eða til réttindaskrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Hugmyndahraðhlaup háskólanna

Hugmyndahraðhlaup háskólanna verður haldið í Grósku helgina 4. – 5. janúar 2025.

Þetta er lausnamót, opið öllum háskólanemum landsins og er tækifæri til þess að mynda teymi og þróa með því nýsköpunarhugmynd innan öflugs stuðningsumhverfis.

Sigurvegararnir fá vegleg verðlaun og tryggt sæti í úrslitakeppni Gulleggsins!

 

Allar upplýsingar um Hugmyndahraðhlaup háskólanna er að finna á gulleggid.is/hh