Kosningar til Stúdentaráðs 2025

Kosningar til Stúdentaráðs fara fram miðvikudaginn 2. og fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi. Þar munu nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráði til eins árs. Kosningarnar eru rafrænar og fara fram á Uglunni. Opnunartími kosningakerfis á Uglu verður frá kl. 9:00-21:00 miðvikudaginn 2. mars og frá kl. 9:00-18:00 fimmtudaginn 3. apríl.

Tveir framboðslistar bjóða fram á öllum sviðum.

Framboð eru eftirfarandi:

Félagsvísindasvið
Vaka

1. Andrea Edda Guðlaugsdóttir, hagfræði

2. Kjartan Leifur Sigurðsson, lögfræði

3. Guðrún Brynjólfsdóttir, félagsráðgjöf

4. Jón Gnarr, viðskiptafræði

5. Andrea Ösp Hanssen, stjórnmálafræði

Röskva

1. Helga Björg B. Óladóttir, lögfræði

2. Valeria Bulatova, hagfræði

3. Auður Halla Rögnvaldsdóttir, stjórnmálafræði

4. Glódís Pálmadóttir, viðskiptafræði

5. Soffía Svanhvít Árnadóttir, félagsráðgjöf

Heilbrigðisvísindasvið
Vaka

1. Eiríkur Kúld Viktorsson, læknisfræði

2. Viktoría Tea Vökudóttir, hjúkrunarfræði

3. Guðlaug Embla Hjartardóttir, sálfræði

Röskva

1. Guðlaug Eva Albertsdóttir, sálfræði

2. Stella Hlynsdóttir, læknisfræði

3. Ríkharður Ólafsson, hjúkrunarfræði

Hugvísindasvið
Vaka

1. Diljá Valsdóttir, sagnfræði

2. Anna Sóley Jónsdóttir, listfræði

3. Þorkell Valur Gíslason, sagnfræði

Röskva

1. Helena Guðrún Þórsdóttir, enska

2. Victoria Vdovina, norræn fræði

3. Jón Arnar Halldórsson, sagnfræði

Menntavísindasvið
Vaka

1. Gunnar Ásgrímsson, grunnskólakennsla

2. Halldóra Elín Einarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræði

3. María Mist Guðmundsdóttir, íþrótta- og heilsufræði

Röskva

1. Katla Vigdís Svövu- og Vernharðsdóttir, leikskólakennarafræði

2. Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræði

3. Auður Aþena Einarsdóttir, grunnskólakennsla með áherslu á íslensku

Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Vaka

1. Sófus Máni Bender, hagnýtt stærðfræði

2. Guðný Helga Sæmundsen, ferðamálafræði

3. Kristrún Ágústsdóttir, vélaverkfræði

Röskva

1. Magnús Hallsson, lífefna- og sameindalíffræði

2. María Björk Stefánsdóttir, efnaverkfræði

3. Karl Ýmir Jóhannesson, hugbúnaðarverkfræði

 

 

 

 

Fundarboð – 8. fundur Stúdentaráðs

Þriðjudaginn 25. mars 2025 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:00 í stofu N-132, Askja.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þeir verða auglýstir meðal stúdenta, og öllum áhugasömum er velkomið að mæta.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs í síma 570-0850 eða með tölvupósti á shi@hi.is ef þið hafið spurningar um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.


Dagskrá:

Fundur settur
17:00

Fundargerð fundar þann 25. febrúar 2025 borin upp til samþykktar
17:00–17:05

Tillaga um aðgengi í Eirbergi
Flutningsmenn: Eiríkur Kúld Viktorsson og Hjördís Helga Ægisdóttir
17:05–17:15

Tillaga um afstöðu SHÍ til tímasetninga sjúkra- og endurtektaprófa
Flutningsmaður: Ragnheiður Geirsdóttir
17:15–17:25

Tillaga um Ástráð sem skylduáfanga í læknisfræði
Flutningsmenn: Eiríkur Kúld Viktorsson og Katrín María Ólafsdóttir
17:25–17:35

Tillaga um bættar gangbrautamerkingar við HÍ
Flutningsmaður: Styrmir Hallsson
17:35–17:45

Fundarhlé
17:45–17:55

Tillaga um gegnsæi í fjármögnun framboða
Flutningsmenn: S. Maggi Snorrason og Mathias Bragi Ölvisson
17:55–18:05

Tillaga um breytingar á reglum Nýsköpunarsjóðs námsmanna
Flutningsmaður: Styrmir Hallsson
18:05–18:15

Tillaga um aukið öryggi á Stúdentagörðum
Flutningsmaður: Patryk Edel
18:15–18:25

Tillaga um hækkun úthlutana úr Rannsóknarsjóði Rannís
Flutningsmaður: Styrmir Hallsson
18:25–18:35

Tillaga um matarsjálfsala í Háskólabíó
Flutningsmaður: Styrmir Hallsson
18:35–18:45

Tillaga um flutninga MVS í Sögu
Flutningsmenn: Magnús Bergmann Jónasson og Ármann Leifsson
18:45–18:55

Bókfærð mál og tilkynningar
18:55–19:00

Önnur mál
– Tillaga um þrýsting á yfirvöld vegna bættra samgangna
Flutningsmenn: Arent Orri Jónsson Claessen, Júlíus Viggó Ólafsson og Katla Ólafsdóttir
19:00–19:10

– Tillaga um útgáfu alþjóðabæklings fyrir erlenda stúdenta
Flutningsmaður: Cynthia Anne Namugambe
19:10–19:20

Atkvæðagreiðslur fara fram um liði II. – IV. og VI. – XI.

Opið fyrir umsóknir í þriðju úthlutun Stúdentasjóðs

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til þriðju úthlutunar Stúdentasjóðs skólaárið 2024-2025. Hægt er að sækja um styrki hér til kl. 14:00 þann 18. mars næstkomandi. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að fara eins ítarlega eftir leiðbeiningum í umsóknarskjali og kostur er, en frávik frá reglum varðar frávísun umsóknar.

Áður en sótt er um hvetjum við ykkur til að kynna ykkur Stúdentasjóð á heimasíðu Stúdentaráðs og sérstaklega lög og verklagsreglur hans. Hér er hægt að nálgast helstu upplýsingar um sjóðinn samandregnar. Athugið að greiningarstyrkir og framfærslustyrkir verða ekki veittir í þessari úthlutun.

Spurningum skal vísað til Viktors Péturs Finnssonar, stjórnarformanns sjóðsins, á netfangið studentasjodur@hi.is eða til réttindaskrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands.