Ný forysta Stúdentaráðs kjörin

Í gær, 29. apríl, var hald­inn kjör­fund­ur Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands þar sem skrif­stofa næsta starfs­árs var kos­in. Nýtt ráð mun form­lega taka við á skipta­fundi und­ir lok maí.

Vaka, fé­lag lýðræðissinnaðra stúd­enta, bætti við meiri­hluta sinn í Stúd­entaráðskosn­ing­un­um sem fóru fram hinn 2. og 3. apríl sl. Á kjör­fund­in­um í kvöld hlaut Ar­ent Orri J. Claessen því end­ur­kjör sem for­seti Stúd­entaráðs, en í til­kynn­ingu frá Stúd­entaráði er það sagt sjald­gæft að for­seti hljóti end­ur­kjör.

Ar­ent stund­ar nú meist­ara­nám í lög­fræði, en hann var formaður Vöku áður en hann tók við embætti for­seta Stúd­entaráðs.

Á fund­in­um hlaut einnig kjör Sylvía Mart­ins­dótt­ir sem vara­for­seti ráðsins, en Sylvía nem­ur meist­ara­nám í fjár­mál­um. Vikt­or Pét­ur Finns­son hlaut þá kjör sem lána­sjóðsfull­trúi Stúd­entaráðs, en Vikt­or stund­ar nám við viðskipta­fræðideild.

Þá hlaut Val­gerður Lauf­ey Guðmunds­dótt­ir end­ur­kjör sem hags­muna­full­trúi SHÍ, en hún nem­ur einnig meist­ara­nám í lög­fræði.

„Ég er stolt­ur af starf­inu okk­ar síðasta ár og þakk­lát­ur fyr­ir það traust sem okk­ur hef­ur verið sýnt af nýju Stúd­entaráði og hlakka til að vinna með nýrri skrif­stofu. Mig lang­ar að þakka frá­far­andi Stúd­entaráði og skrif­stofu fyr­ir sín störf og heiti því að við mun­um áfram vinna að bætt­um kjör­um stúd­enta,“ seg­ir Ar­ent Orri, for­seti Stúd­entaráðs

Kjörfundur Stúdentaráðs 29. apríl 2025

Kosningar til Stúdentaráðs fóru fram 2. og 3. apríl sl. og má nálgast niðurstöður kosninga á heimasíðu ráðsins.

Í kjölfar kosninga kýs Stúdentaráð sér fulltrúa til starfa á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs, ásamt því að kjósa í önnur embætti ráðsins á sérstökum kjörfundi. Kjörfundur verður haldinn 29. apríl kl. 17:00 í N-132. Fundir Stúdentaráðs eru opnir öllum skv. a-lið 9. gr. laga Stúdentaráðs.

Mögulegt er að gefa kost á sér í embætti forseta, varaforseta, hagsmunafulltrúa og lánasjóðsfulltrúa á skrifstofu Stúdentaráðs. Einnig í fastanefndir og önnur embætti á vegum Stúdentaráðs. Þau sem kjörin eru á kjörfundi taka við störfum á skiptafundi, sbr. 4. gr. laga Stúdentaráðs. Kjörgengir til þessara embætta eru öll þau sem hafa verið skráð til náms við Háskóla Íslands á síðustu þremur árum, á undan sérstökum kjörfundi.

Embætti sem kosið er í á skrifstofu Stúdentaráðs, skv. lögum ráðsins:

  • Forseti Stúdentaráðs
  • Varaforseti Stúdentaráðs
  • Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs
  • Hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs

Nefndir Stúdentaráðs, skv. lögum ráðsins:

  • Fjórir fulltrúar skulu kjörnir í fjármála- og atvinnulífsnefnd, alþjóðanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, fjölskyldunefnd, félagslífs- og menningarnefnd og lagabreytinganefnd.
  • Tveir fulltrúar eru kjörnir í nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd.
  • Fimm fulltrúar eru kjörnir í jafnréttisnefnd, einn frá hverju fræðasviði, og taka þeir aðilar jafnframt sæti í jafnréttisnefnd hvers sviðs.

Á kjörfundi hafa einungis nýkjörnir fulltrúar Stúdentaráðs atkvæðisrétt. Gefi fleiri kost á sér en kosið er um ræður hlutfallskosning. Séu fleiri en einn í framboði í tiltekinni kosningu, hlýtur sá einstaklingur sem fær flest atkvæði embættið, svo sá sem þar eftir kemur og koll af kolli.

Tilnefningar í embætti skal skila til fundarstjóra sem er jafnframt forseti Stúdentaráðs, Arents Orra J. Claessen, fyrir kjörfund með tölvupósti á netfangið shi@hi.is eða á fundinum sjálfum.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti á shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur
  2. Kjör forseta Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  3. Kjör varaforseta Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  4. Kjör hagsmunafulltrúa Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  5. Kjör lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  6. Tilnefningar fylkinga í sviðsráð 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  7. Tilnefningar fylkinga í nefndir Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  8. Kjör Aurora fulltrúa Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  9. Kjör varafulltrúa í Stúdentaráð 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  10. Tilnefningar fylkinga til Háskólaþings 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  11. Önnur mál

Opnunartími bygginga yfir páska

Byggingar Háskóla Íslands verða lokaðar frá fimmtudeginum 17. apríl til og með mánudagsins 21. apríl vegna páskafrís líkt og kemur fram á heimasíðu háskólans. SHÍ vill ítreka að eftirfarandi byggingar eru aðgengilegar yfir helgina með stúdentakorti: Askja, Háskólatorg, Gimli, Læknagarður, Lögberg, Oddi, Stakkahlíð, og VR-II.

Gleðilega páska!

Niðurstöður Stúdentaráðskosninga 2025

Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fór fram dagana 2. og 3. apríl. Heildarkjörsókn til Stúdentaráðs var 40.25%, samaborið við 31,11% árið 2024. Nýkjörnir fulltrúar taka við á skiptafundi ráðsins í lok maí og hlutu eftirfarandi aðilar kjör í Stúdentaráð:

Aðalfulltrúar

Félagsvísindasvið

  • Andrea Edda Guðlaugsdóttir (Vaka)
  • Kjartan Leifur Sigurðsson (Vaka)
  • Helga Björg B. Óladóttir (Röskva)
  • Guðrún Brynjólfsdóttir (Vaka)
  • Jón Gnarr (Vaka)

 

Heilbrigðisvísindasvið

  • Eiríkur Kúld Viktorsson (Vaka)
  • Viktoría Tea Vökudóttir (Vaka)
  • Guðlaug Eva Albertsdóttir (Röskva)

 

Hugvísindasvið

  • Helena Guðrún Þórsdóttir (Röskva)
  • Diljá Valsdóttir (Vaka)
  • Viktoria Vdovina (Röskva)

 

Menntavísindasvið

  • Gunnar Ásgrímsson (Vaka)
  • Halldóra Elín Einarsdóttir (Vaka)
  • Katla Vigdís Vernharðsdóttir (Röskva)

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

  • Sófus Máni Bender (Vaka)
  • Magnús Hallsson (Röskva)
  • María Björk Stefánsdóttir (Röskva)

Varamenn:

Félagsvísindasvið

Vaka
  1. Andrea Ösp Hanssen
  2. Oliver Einar Nordquist
  3. Elí Tómas Kurtsson
  4. Drífa Lýðsdóttir
Röskva
  1. Valeria Bulatova

Heilbrigðisvísindasvið

Vaka
  1. Kolbrún Sara Haraldsdóttir
  2. Guðlaug Embla Hjartardóttir
Röskva
  1. Stella Hlynsdóttir

Hugvísindasvið

Vaka
  1. Anna Sóley Jónsdóttir
Röskva
  1. Jón Arnar Halldórsson
  2. Jón Karl Ngosanthiah Karlsson

Menntavísindasvið

Vaka
  1. María Mist Guðmundsdóttir
  2. Birkir Snær Sigurðsson
Röskva
  1. Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Vaka
  1. Guðný Helga Sæmundsen
Röskva
  1. Karl Ýmir Jóhannesson
  2. Sigurbjörg Rannveig Stefánsdóttir

Ítarlegri niðurstöður kosninga er að finna hér.