Kjörfundur Stúdentaráðs 29. apríl 2025

Kosningar til Stúdentaráðs fóru fram 2. og 3. apríl sl. og má nálgast niðurstöður kosninga á heimasíðu ráðsins.

Í kjölfar kosninga kýs Stúdentaráð sér fulltrúa til starfa á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs, ásamt því að kjósa í önnur embætti ráðsins á sérstökum kjörfundi. Kjörfundur verður haldinn 29. apríl kl. 17:00 í N-132. Fundir Stúdentaráðs eru opnir öllum skv. a-lið 9. gr. laga Stúdentaráðs.

Mögulegt er að gefa kost á sér í embætti forseta, varaforseta, hagsmunafulltrúa og lánasjóðsfulltrúa á skrifstofu Stúdentaráðs. Einnig í fastanefndir og önnur embætti á vegum Stúdentaráðs. Þau sem kjörin eru á kjörfundi taka við störfum á skiptafundi, sbr. 4. gr. laga Stúdentaráðs. Kjörgengir til þessara embætta eru öll þau sem hafa verið skráð til náms við Háskóla Íslands á síðustu þremur árum, á undan sérstökum kjörfundi.

Embætti sem kosið er í á skrifstofu Stúdentaráðs, skv. lögum ráðsins:

  • Forseti Stúdentaráðs
  • Varaforseti Stúdentaráðs
  • Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs
  • Hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs

Nefndir Stúdentaráðs, skv. lögum ráðsins:

  • Fjórir fulltrúar skulu kjörnir í fjármála- og atvinnulífsnefnd, alþjóðanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, fjölskyldunefnd, félagslífs- og menningarnefnd og lagabreytinganefnd.
  • Tveir fulltrúar eru kjörnir í nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd.
  • Fimm fulltrúar eru kjörnir í jafnréttisnefnd, einn frá hverju fræðasviði, og taka þeir aðilar jafnframt sæti í jafnréttisnefnd hvers sviðs.

Á kjörfundi hafa einungis nýkjörnir fulltrúar Stúdentaráðs atkvæðisrétt. Gefi fleiri kost á sér en kosið er um ræður hlutfallskosning. Séu fleiri en einn í framboði í tiltekinni kosningu, hlýtur sá einstaklingur sem fær flest atkvæði embættið, svo sá sem þar eftir kemur og koll af kolli.

Tilnefningar í embætti skal skila til fundarstjóra sem er jafnframt forseti Stúdentaráðs, Arents Orra J. Claessen, fyrir kjörfund með tölvupósti á netfangið shi@hi.is eða á fundinum sjálfum.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti á shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur
  2. Kjör forseta Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  3. Kjör varaforseta Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  4. Kjör hagsmunafulltrúa Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  5. Kjör lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  6. Tilnefningar fylkinga í sviðsráð 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  7. Tilnefningar fylkinga í nefndir Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  8. Kjör Aurora fulltrúa Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  9. Kjör varafulltrúa í Stúdentaráð 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  10. Tilnefningar fylkinga til Háskólaþings 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  11. Önnur mál

Opnunartími bygginga yfir páska

Byggingar Háskóla Íslands verða lokaðar frá fimmtudeginum 17. apríl til og með mánudagsins 21. apríl vegna páskafrís líkt og kemur fram á heimasíðu háskólans. SHÍ vill ítreka að eftirfarandi byggingar eru aðgengilegar yfir helgina með stúdentakorti: Askja, Háskólatorg, Gimli, Læknagarður, Lögberg, Oddi, Stakkahlíð, og VR-II.

Gleðilega páska!

Niðurstöður Stúdentaráðskosninga 2025

Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fór fram dagana 2. og 3. apríl. Heildarkjörsókn til Stúdentaráðs var 40.25%, samaborið við 31,11% árið 2024. Nýkjörnir fulltrúar taka við á skiptafundi ráðsins í lok maí og hlutu eftirfarandi aðilar kjör í Stúdentaráð:

Aðalfulltrúar

Félagsvísindasvið

  • Andrea Edda Guðlaugsdóttir (Vaka)
  • Kjartan Leifur Sigurðsson (Vaka)
  • Helga Björg B. Óladóttir (Röskva)
  • Guðrún Brynjólfsdóttir (Vaka)
  • Jón Gnarr (Vaka)

 

Heilbrigðisvísindasvið

  • Eiríkur Kúld Viktorsson (Vaka)
  • Viktoría Tea Vökudóttir (Vaka)
  • Guðlaug Eva Albertsdóttir (Röskva)

 

Hugvísindasvið

  • Helena Guðrún Þórsdóttir (Röskva)
  • Diljá Valsdóttir (Vaka)
  • Viktoria Vdovina (Röskva)

 

Menntavísindasvið

  • Gunnar Ásgrímsson (Vaka)
  • Halldóra Elín Einarsdóttir (Vaka)
  • Katla Vigdís Vernharðsdóttir (Röskva)

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

  • Sófus Máni Bender (Vaka)
  • Magnús Hallsson (Röskva)
  • María Björk Stefánsdóttir (Röskva)

Varamenn:

Félagsvísindasvið

  • Andrea Ösp Hanssen (Vaka)
  • Oliver Einar Nordquist (Vaka)
  • Valeria Bulatova (Röskva)
  • Elí Tómas Kurtsson (Vaka)
  • Drífa Lýðsdóttir (Vaka)

Heilbrigðisvísindasvið

  • Kolbrún Sara Haraldsdóttir (Vaka)
  • Hjördís Helga Ægisdóttir (Vaka)
  • Stella Hlynsdóttir (Röskva)

 

Hugvísindasvið

  • Jón Arnar Halldórsson (Röskva)
  • Anna Sóley Jónsdóttir (Vaka)
  • Jón Karl Ngosanthiah Karlsson (Röskva)

 

Menntavísindasvið

  • María Mist Guðmundsdóttir (Vaka)
  • Birkir Snær Sigurðsson (Vaka)
  • Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir (Röskva)

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

  • Guðný Helga Sæmundsen (Vaka)
  • Karl Ýmir Jóhannesson (Röskva)
  • Sigurbjörg Rannveig Stefánsdóttir (Röskva)

 

Ítarlegri niðurstöður kosninga er að finna hér.