Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum í stöðu alþjóðafulltrúa fyrir starfsárið 2025-2026

Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum í stöðu alþjóðafulltrúa fyrir starfsárið 2025-2026.

Alþjóðafulltrúi: 

Alþjóðafulltrúi sinnir þjónustu við alþjóðlega nemendur í samstarfi við Alþjóðasvið HÍ og aðstoðar m.a. við skipulagningu viðburða ásamt alþjóðanefnd SHÍ. Alþjóðafulltrúi er einnig fulltrúi stúdenta innnan alþjóðlega háskólanetsins Aurora og starfar með Aurora teymi HÍ.

Hæfniskröfur: Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og framúrskarandi samskiptahæfni. Gott vald á íslensku og ensku, þekking og reynsla af alþjóðastarfi og þátttaka í háskólasamfélaginu eru mikilvæg.

Starfshlutfall er eftir samkomulagi en gert ráð fyrir 50% vinnu að jafnði.

Umsóknarferli: 

Umsóknarfrestur er til 23. júlí 2025. Umsóknir skulu berast á netfangið shi@hi.is. Hverri umsókn skal fylgja kynningarbréf, ferilskrá og upplýsingar um tvo meðmælendur.

Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest verða ekki teknar til greina.

Hægt er að lesa meira um störf Stúdentaráðs hér.