Kæru nemendur,
Stúdentaráð Háskóla Íslands óskar eftir smásögum, ljóðum og greinum fyrir næsta Stúdentablað.
Við hvetjum alla nemendur til að senda inn efni, í hvaða mynd sem er, hvort sem um sé að ræða steiktar pælingar, úthugsuð kvæði eða glæpasögu!
Efni skal sent með tölvupósti á shi@hi.is með “Innsent efni” í fyrirsögn. Frestur fyrir næsta stúdentablað er til og með 7. nóvember nk. Ef efni á að birta nafnlaust verður að taka það skýrt fram í tölvupóstinum.
Við hlökkum til að lesa!
