Stúdentaráðsfundur 21. maí 2024

Miðvikudaginn 21. maí 2024 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:00 í stofu 0-201.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins. Athugið að fundurinn fer fram á íslensku. 

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá:

  1. Forseti Stúdentaráðs setur fund 17:00-17:05 
  2. Fundargerð síðasta fundar Stúdentaráðs 5. mars borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla) 17:05-17:10  
  3. Drög að ársreikningi Stúdentaráðs 2023-2024 kynnt 17:10-17:25 
  4. Ársskýrsla Stúdentaráðs kynnt 17:25-17:50 
  5. Bókfærð mál 

Nýtt stúdentaráð 2024-2025 tekur við 17:50

  1. Forseti Stúdentaráðs setur fund 17:50
  2. Fundargerð kjörfundar borin upp til samþykktar 17:50-17:55
  3. Praktísk atriði til nýrra Stúdentaráðsliða 17:55-18:10
  4. Fundarhlé 18:10-18:20
  5. Eftirstandandi tilnefningar í nefndir og sviðsráð Stúdentaráðs (atkvæðagreiðsla) 18:20-18:25
  6. Tillaga um að Stúdentaráð beiti sér fyrir því að stúdentakortin verði gerð rafræn (atkvæðagreiðsla)  18:25-18:35
  7. Tillaga um stofnun lagaráðs til endurskoðunar á lögum um Stúdentaráð (atkvæðagreiðsla) 18:35-18:45
  8. Tillaga um að Stúdentaráð beiti sér fyrir því að Októberfest fái að standa yfir lengur (atkvæðagreiðsla)  18:45-18:55
  9. Tillaga um stefnu Stúdentaráðs er varðar rekstur Hámu (atkvæðagreiðsla)  18:55-19:05
  10. Tillaga um að Stúdentaráð beiti sér fyrir því að upphituðum strætóskýlum verði komið upp á háskólasvæðinu (atkvæðagreiðsla) 19:05-19:15
  11. Kjör fulltrúa SHÍ í stjórn Byggingafélag Námsmanna (atkvæðagreiðsla) 19:15-19:20
  12. Önnur mál 19:20-19:35
  13. Fundi slitið 19:35

SHÍ auglýsir eftir umsóknum í stöður framkvæmdastjóra, alþjóðafulltrúa og ritstjóra fyrir starfsárið 2024-2025

Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum í stöður framkvæmdastjóra, alþjóðafulltrúa og ritstjóra fyrir starfsárið 2024-2025.

Framkvæmdastjóri:

Framkvæmdastjóri hefur yfirumsjón með fjármálum Stúdentaráðs, rekstri skrifstofunnar og framkvæmd stefnu ráðsins. Meðal verkefna framkvæmdastjóra er yfirumsjón með fjármálum Stúdentaráðs, umsjón með rekstri skrifstofunnar, bókhald, og samningsgerðir, auk þess að skrá fundargerðir ráðsins og halda utan um upplýsingaflæði milli aðila.

Hæfniskröfur: Áhugi á málefnum stúdenta, þekking á fjármálum og bókhaldi, færni í mannlegum samskiptum, og geta til að tjá sig skýrt í ræðu og riti á íslensku og ensku. Reynsla af stjórnsýslu Háskóla Íslands og frumkvæði til sjálfstæðra verkefna. Menntun sem nýtist í starfi er kostur.

Starfshlutfall er breytilegt eða eftir samkomulagi.

 

Alþjóðafulltrúi:

Alþjóðafulltrúi sinnir þörfum erlendra nemenda, bæði í daglegum samskiptum og við skipulagningu viðburða, og er milliliður í samstarfi við alþjóðleg háskólanet eins og Aurora.

Hæfniskröfur: Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, framúrskarandi samskiptahæfni, og þekking á alþjóðamálum. Gott vald á íslensku og ensku, reynsla af alþjóðastarfi og þátttaka í háskólasamfélaginu eru mikilvæg.

Starfshlutfall er breytilegt eða eftir samkomulagi.

 

Ritstjóri Stúdentablaðsins:

Ritstjóri ber ábyrgð á útgáfu og innihaldi Stúdentablaðsins, stjórnar ritstjórninni, skipuleggur útgáfudagsetningar og sér um auglýsingasöfnun.

Hæfniskröfur: Áhugi á fjölmiðla- og útgáfustörfum, reynsla af ritstjórn og grafískri hönnun, og frábær tölvufærni. Framúrskarandi tungumálakunnátta í íslensku og ensku og geta til að starfa í teymi sem og sjálfstætt.

 

Umsóknarfrestur: til og með 20. maí 2024. Allar umsóknir skal senda á shi@hi.is merkt þeirri stöðu sem sótt er um.

Starfshlutfall er breytilegt eða eftir samkomulagi.

Hægt er að lesa meira um störf Stúdentaráðs hér.

Stúdentaráð Háskóla Íslands kallar eftir breytingar á löggjöf um atvinnuleyfi námsmanna utan EES

Í janúar 2024 gerði Alþjóðanefnd SHÍ könnun á áskorunum sem nemendur sem koma utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) mæta við umsóknir um atvinnuleyfi á Íslandi. Könnunin skilaði 266 svörum og niðurstöðurnar sýna með skýru móti að  íslensk stjórnvöld verða að ráðast í endurskoðun á löggjöf um atvinnuleyfi.

Í kjölfarið kallar Stúdentaráð eftir breytingum á lögum um atvinnuleyfi fyrir námsmenn sem koma utan EES.

Lestu ákallið hér.

Lestu skýrsluna í heild sinni á ensku hér

Ágrip  

Íslensk stjórnvöld, sér í lagi dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, og félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, eru hvött til að endurskoða löggjöf um atvinnuleyfi námsmanna sem koma utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Atvinnuréttur á sjálfkrafa að vera veittur samhliða dvalarleyfi námsmanna. Slíkt myndi stórbæta lífsgæði þessara nemenda, draga úr álagi hjá Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun, styðja hagkerfi landsins og tryggja samræmi við önnur Evrópulönd.

Þessi tillaga ásamt öðrum tillögum hér að neðan eru útskýrð ítarlega í skýrslunni.

Tillögur (í forgangsröð)

  1. Veita atvinnurétt samhliða veitingu dvalarleyfis fyrir námsmenn.
  2. Leyfa að atvinnuleyfi sé bundið við einstakling, ekki við ákveðið starf.
  3. Leyfa umsækjanda (ekki vinnuveitanda) að leggja fram umsókn um atvinnuleyfi.
  4. Veita sjálfkrafa endurnýjun atvinnuleyfis ef skilyrði eru óbreytt.
  5. Láta umsóknir berast beint til Vinnumálastofnunar, ekki Útlendingastofnunar.
  6. Setja frest til að framsenda umsóknir frá Útlendingastofnun til Vinnumálastofnunar.
  7. Búa til rafræna umsóknagátt.
  8. Búa til algengar spurningar og skref-fyrir-skref myndbönd um hvernig á að sækja um atvinnuleyfi.
  9. Bæta samskipti við umsækjendur (þar á meðal um tafir á afgreiðslu).
  10. Tryggja að starfsmenn hafi þekkingu og tíma til að veita réttar og kurteisar leiðbeiningar.

Langar þið að vera ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis eða loftslagsmála?

Ungmennafulltrúi Íslands á sviði kynjajafnréttis er skipaður til eins árs og kemur til með að sitja í stýrihóp forsætisráðuneytisins um kynslóð jafnréttis og sækja viðburð á vegum The Commission on the Status of Women (CSW). Auk þess mun fulltrúinn eiga sæti í alþjóðaráði LUF. Ungmennafulltrúi Íslands á sviði loftslagsmála er einnig skipaður til eins árs og kemur hann til með að sækja 28. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP29, sem fer fram í Baku í nóvember 2024.

Landssamband ungmennafélaga (LUF), í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda.

Stúdentaráð Háskóla Íslands er aðildarfélag að LUF og getur sem slíkt boðið fram einn fulltrúa í umboði Stúdentaráðs. Leiðtogaráð LUF kýs svo á milli tilnefninga aðildarfélaganna þann 4. maí nk.

Ef þú ert nemandi við Háskóla Íslands getur þú sótt um að vera tilnefning SHÍ ef þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

  1. Ert á aldrinum 18-25 ára
  2. Hefur þekkingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna
  3. Hefur reynslu af hagsmunastarfi ungmennafélaga
  4. Býrð yfir leiðtogahæfni og frumkvæði
  5. Hefur vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  6. Viðeigandi menntun sem nýtist í embætti / þekking á Sameinuðu þjóðunum er kostur
  7. Hefur tök á að skuldbinda þig hlutverkinu til eins árs með virkri þátttöku í starfi LUF
  8. Hefur íslenskt ríkisfang auk fastrar búsetu á Íslandi að jafnaði

Þá er búist við að ungmennafulltrúar á vegum LUF sæki Leiðtogaskóla Íslands og taki virkan þátt í starfi LUF auk Félags Sameinuðu þjóðanna.

Ef þetta á við um þig og þú vilt sækja um að vera tilnefning SHÍ, sendu okkur þá kynningarbréf þar sem fram kemur hvers vegna þú sækir um stöðuna og hvernig þú telur þig uppfylla skilyrðin hér að ofan á shi@hi.is. Ef umsókn telst ekki uppfylla þau skilyrði verður henni vísað frá. Frestur er til og með 26. apríl kl 12:00. 

Stúdentaráð hvetur nemendur til að sniðganga Rapyd og greiða skrásetningargjöldin með millifærslu eða reiðufé

Vegna þrýstings frá Stúdentaráði er Háskóli Íslands að leita leiða til að skipta út greiðslukerfi við innheimtu skrásetningargjalda. Þangað til geta stúdentar sem vilja sniðganga Rapyd valið milli þess að millifæra gjaldið eða staðgreiða með reiðufé.

Millifærsla:

Millifæra skal gjaldið á bankareikning Háskóla Íslands:

bknr: 0137-26-000174 og kt: 600169-2039

Það er mjög mikilvægt að sendur sé tölvupóstur á nemskra@hi.is þar sem tilteknar eru allar upplýsingar  um millifærsluna þ.e. dagsetning, tími, upphæð og kennitala þess nemenda sem skrásetningargjaldið er greitt fyrir.

Reiðufé:

Hægt er að staðgreiða gjaldið með reiðufé á þjóunstuborðinu á Háskólatorgi.

 

Kjörfundur Stúdentaráðs 16. apríl 2024

Kosningar til Stúdentaráðs fóru fram 20. og 21. mars sl. og má nálgast niðurstöður kosninga á heimasíðu ráðsins

Í kjölfar kosninga kýs Stúdentaráð sér fulltrúa til starfa á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs, ásamt því að kjósa í önnur embætti ráðsins á sérstökum kjörfundi. Kjörfundur verður haldinn 16. apríl kl. 17:00 í O-201. Fundir Stúdentaráðs eru opnir öllum skv. a-lið 9. gr. laga Stúdentaráðs.

Mögulegt er að gefa kost á sér í embætti forseta, varaforseta, hagsmunafulltrúa og lánasjóðsfulltrúa á skrifstofu Stúdentaráðs. Einnig í fastanefndir og önnur embætti á vegum Stúdentaráðs. Þau sem kjörin eru á kjörfundi taka við störfum á skiptafundi, sbr. 4. gr. laga Stúdentaráðs. Kjörgengir til þessara embætta eru öll þau sem hafa verið skráð til náms við Háskóla Íslands á síðustu þremur árum, á undan sérstökum kjörfundi.

Embætti sem kosið er í á skrifstofu Stúdentaráðs, skv. lögum ráðsins:

  • Forseti Stúdentaráðs
  • Varaforseti Stúdentaráðs
  • Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs
  • Hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs

Nefndir Stúdentaráðs, skv. lögum ráðsins:

  • Fjórir fulltrúar skulu kjörnir í fjármála- og atvinnulífsnefnd, alþjóðanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, fjölskyldunefnd, félagslífs- og menningarnefnd og lagabreytinganefnd.
  • Tveir fulltrúar eru kjörnir í nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd.
  • Fimm fulltrúar eru kjörnir í jafnréttisnefnd, einn frá hverju fræðasviði, og taka þeir aðilar jafnframt sæti í jafnréttisnefnd hvers sviðs.

Á kjörfundi hafa einungis nýkjörnir fulltrúar Stúdentaráðs atkvæðisrétt. Gefi fleiri kost á sér en kosið er um ræður hlutfallskosning. Séu fleiri en einn í framboði í tiltekinni kosningu, hlýtur sá einstaklingur sem fær flest atkvæði embættið, svo sá sem þar eftir kemur og koll af kolli.

Tilnefningar í embætti skal skila til fundarstjóra sem er jafnframt forseti Stúdentaráðs, Rakelar Önnu Boulter, fyrir kjörfund á shi@hi.is eða á fundinum sjálfum.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti á shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur
  2. Kjör forseta Stúdentaráðs 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  3. Kjör varaforseta Stúdentaráðs 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  4. Kjör hagsmunafulltrúa Stúdentaráðs 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  5. Kjör lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  6. Tilnefningar fylkinga í sviðsráð 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  7. Tilnefningar fylkinga í nefndir Stúdentaráðs 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  8. Kjör Aurora fulltrúa Stúdentaráðs 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  9. Kjör varafulltrúa í Stúdentaráð 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  10. Tilnefningar fylkinga til Háskólaþings 2024-2025 (atkvæðagreiðsla)
  11. Önnur mál

Opið fyrir umsóknir í fjórðu úthlutun Stúdentasjóðs

Búið er að opna fyrir umsóknir í fjórðu úthlutun Stúdentasjóðs skólaárið 2023-2024.

Umsóknareyðublað er að finna hér. Við viljum hvetja til þess að umsóknareyðublaðið sé eins vel útfyllt og kostur er en umsóknum sem uppfylla ekki skilyrði verður vísað frá.

Einnig hvetjum við til þess að umsækjendur kynni sér sérstaklega lög og verklagsreglur sjóðsins, hér er hægt að nálgast helstu upplýsingar um sjóðinn samandregnar.

Við vekjum athygli á því að greininingarstyrkir og framfærslustyrkir eru veittir í þessari úthlutun. 

Dæmi um aðra styrki sem veittir eru í þessari úthlutun eru félaga- og höfðatölustyrkir fyrir nemendafélög, ferðastyrkir, ráðstefnustyrkir og viðburðarstyrkir.

Tekið er við umsóknum til kl. 12:00 mánudaginn 15. apríl 2024. Umsóknum sem berast eftir þann tíma verður sjálfkrafa vísað frá.

Spurningum skal vísað til Dagnýjar Þóru Óskarsdóttur, forseta sjóðsins, á netfangið studentasjodur@hi.is.

Niðurstöður Stúdentaráðskosninga 2024

Kosningar til Stúdentaráðs og Háskólaráðs Háskóla Íslands fóru fram dagana 20. og 21. mars. Heildarkjörsókn til Stúdentaráðs var 31,11% en í fyrra var kjörsókn 32,54%. Nýtt Stúdentaráð tekur við á skiptafundi ráðsins í lok maí og hlutu eftirfarandi aðilar kjör í Stúdentaráð:

Félagsvísindasvið

  • Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
  • Katla Ólafsdóttir (Röskva)
  • Ragnheiður Geirsdóttir (Vaka)
  • Birkir Snær Brynleifsson (Vaka)
  • Patryk Lúkasi Edel (Röskva)

Heilbrigðisvísindasvið

  • Kristrún Vala Ólafsdóttir (Röskvu)
  • Tinna Eyvindardóttir (Vaka)
  • Eiríkur Kúld Viktorsson (Vaka)

Menntavísindasvið

  • Gunnar Ásgrímsson (Vaka)
  • Magnús Bergmann Jónasson (Röskva)
  • Ásthildur Bertha Bjarkadóttir (Vaka)

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

  • Kristín Fríða Sigurborgardóttir (Röskva)
  • Jóhann Almar Sigurðsson (Vaka)
  • Ester Lind Eddudóttir (Röskva)

Hugvísindasvið

  • Ísleifur Arnórsson (Röskva)
  • Sóley Anna Jónsdóttir (Röskva)
  • Anna Sóley Jónsdóttir (Vaka)

Heildarkjörsókn til Háskólaráðs var 28,06% en þegar síðast var kosið um fulltrúa nemenda í Háskólaráði árið 2022 var kjörsókn 17,95%. Nýjir fulltrúar stúdenta taka við í lok júní og hlutu eftirfarandi aðilar kjör í Háskólaráð:

Háskólaráð

  • Andri Már Tómasson (Röskva)
  • Viktor Pétur Finnson (Vaka)

Varamenn:

  • Gréta Dögg Þórisdóttir (Röskva)
  • Sigurbjörg Guðmundsdóttir (Vaka)

Ítarlegri niðurstöður kosninga er að finna hér.

Tilkynning frá kjörstjórn

Við upphaf kosninga þeirra er nú standa yfir til Stúdentaráðs og Háskólaráðs bar á því að nemendur hafi lent í vandkvæðum með það að staðfesta atkvæði sín með lykilorði sínu í Uglu.

Vegna þessa vandamáls tóku Kjörstjórn og Upplýsingatæknisviði þá ákvörðun í sameiningu að fjarlægja þessa kröfu það sem eftir stendur þessar kosningar.

Nemendur þurfa því nú að skrá sig inn með lykilorði í Uglu en ekkert lykilorð þarf til þess að staðfesta atkvæði.

Séu nemendur enn að lenda í vandræðum hvað þetta varðar vill Kjörstjórn benda á að endurhlaða Uglunni í vafranum og virki það ekki að skrá sig út á Uglunni og skrá sig aftur inn.

Ef nemendur lenda í frekari vandræðum geta þeir haft samband við kjor@hi.is

Sæmundarstund 20. mars 2024

Boðið er til Sæmundarstundar sem fer fram miðvikudaginn 20. mars kl. 12:30 til 13.00, við styttuna af Sæmundi fróða. Að viðburðinum standa Oddafélagið, Stúdentaráð og skrifstofa rektors Háskóla Íslands.

 

Sæmundarstund var fyrst haldin á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 að frumkvæði Oddafélagsins, sem er félag áhugamanna um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum þar sem Sæmundur fróði bjó. Stundin hefur verið haldin árlega síðan, jafnan á degi sem næst vorjafndægri.

Þar er lærdómsmannsins og þjóðsagnapersónunnar Sæmundar fróða Sigfússonar minnst en hann var uppi á 11. og 12. öld. Sæmundur fór utan til náms og nam m.a. við skóla í Evrópu áður en hann sneri aftur til Íslands og gerðist prestur að Odda á Rangárvöllum.

Líkt og fyrri ár fer Sæmundarstund fram við styttuna af Sæmundi á selnum, sem stendur í Skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Styttuna gerði Ásmundur Sveinsson og vísar hún til frægrar þjóðsögu af viðureign Sæmundar við kölska en samkvæmt þjóðsögunni flutti hann Sæmund heim til Íslands í selslíki.

Viðri illa, færist Sæmundarstund inn í anddyri Aðalbyggingar.

 

Dagskrá

Kl. 12:30 – 13:00

  1. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytur ávarp.
  2. „Kór Sæmundarstundar“. Börn í Leikskólanum Mánagarði syngja tvö lög.
  3. Þór Jakobsson, fyrrverandi formaður Oddafélagsins, greinir í örfáum orðum frá sögu og tilgangi Sæmundarstundar.
  4. Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði, flytur ávarp.
  5. Rakel Anna Boulter, forseti Stúdentaráðs, flytur ávarp.
  6. Börnin í Mánagarði syngja eitt eða tvö lög.
  7. Sæmundarstund slitið.

 

Boðið verður upp á heitt súkkulaði í anddyri Aðalbyggingar eftir viðburðinn.