Við vekjum athygli á opnunartíma skrifstofu Stúdentaráðs, hún er opin alla virka daga frá 10:00 – 17:00.
Þar að auki eru Alþjóðafulltrúi, Hagsmunafulltrúi og Lánasjóðsfulltrúi með auglýsta viðtalstíma.
Verið velkomin!
Akademían, handbók SHÍ til stúdenta, var gefin út í dag.
Þar er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um skólann, Stúdentaráð, hagsmunafélög, og Menntasjóð Námsmanna en þar er einnig að finna alls kyns nytsamleg ráð.
Akademíunni hefur verið dreift um byggingar skólans og vonum við að hún muni nýtast vel í vetur.
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 fer Stúdentaráðsfundur fram kl 17:00 í stofu TH 104
Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.
Fundardagskrá:
Kæru stúdentar,
Samkvæmt 21. gr. laga Stúdentaráðs skal Stúdentaráð skipa fulltrúa stúdenta í nefndir háskólaráðs. Að þessu sinni er leitað að fulltrúa í málnefnd, auk áheyrnarfulltrúa í öryggisnefnd. Skipunartími málnefnd er til eins árs en skipunin í öryggisnefnd er til þriggja ára.
Hæfnikröfur eru eftirfarandi:
Stúdentaráð mun kjósa um fulltrúa í nefndirnar á fundi ráðsins 22. ágúst. Frekari upplýsingar um starfsemi nefndanna má finna á heimasíðu Háskóla Íslands.
Áhugasöm eru beðin um að senda póst á shi@hi.is fyrir kl. 23:59 þann 20. ágúst næstkomandi. Umsókn skal fylgja ferilskrá og stutt kynning á umsækjanda, lýsing á áhuga hans á tilteknu nefndarstarfi og reynslu sem hann telur að komi að gagni í nefndinni.
Q – félag hinsegin stúdenta býður öllum stúdentum að ganga með sér í Gleðigöngunni þann 12. ágúst 2023.
Þemað hjá Q-félaginu í göngunni í ár er skjaldborg hinsegin stúdenta, en það táknar stuðning bandamanna við hinsegin fólk. Við hvetjum öll áhugasöm til að skrá sig og ganga með okkur. Öll sem ætla að ganga þurfa að skrá sig í þetta skráningarskjal hér: https://forms.gle/cNQxJa7itMWcabAM8
Skarphéðinn Finnbogason hefur verið ráðinn samskiptafulltrúi Októberfest SHÍ 2023.
Skarphéðinn er reynslubolti þegar kemur að skipulagi stórra viðburða en hanne sinnti hlutverkinu í fyrra. Hann hefur brennandi áhuga á bæði markaðsstörfum og viðburðastjórnun og hefur komið að skipulagningu og uppsetningu fjölda stórra viðburða. Þá hefur hann einnig reynslu af hugmyndavinnu og markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Við óskum honum til hamingju með starfið og hlökkum til samstarfsins!
Stúdentablaðið leitar að öflugum pennum og öðrum sem vilja taka þátt í að ritstýra, skrifa greinar, þýða, prófarkalesa og taka ljósmyndir fyrir blaðið á komandi skólaári.
Í Stúdentablaðinu er að finna greinar og viðtöl um allt milli himins og jarðar sem varðar málefni stúdenta. Blaðið kemur út fjórum sinnum á árinu, þ.e. tvisvar á önn. Áhersla er lögð á fjölbreytt efnisval, réttindabaráttu stúdenta og aðkomu þeirra að gerð blaðsins og því er mikilvægt að sem breiðastur hópur blaðamanna og ritstjórnarmeðlima komi að blaðinu. Vinna við Stúdentablaðið er dýrmætt tækifæri til að öðlast reynslu af gerð blaða og getur komið sér mjög vel við atvinnuleit í framtíðinni. Athugið að um sjálfboðastarf er að ræða.
Stúdentablaðið leitar að fólki í eftirfarandi hlutverk:
Stúdentablaðið er málgagn allra stúdenta við HÍ og nemendur úr öllum deildum skólans eru hvattir til að sækja um. Áhugasöm eru hvött til að senda póst fyrir 15. ágúst næstkomandi á netfang Stúdentablaðsins, studentabladid@hi.is.
Vinsamlegast látið kynningarbréf og sýnishorn af fyrri skrifum fylgja með umsókninni ef um starf blaðamanns er að ræða.
Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir eftir áhugasömum og duglegum einstaklingi til að taka að sér hlutastarf á vegum SHÍ. Um er að ræða 30% tímabundna stöðu sem snýst alfarið um skipulagningu, markaðssetningu og framkvæmd á Októberfest. Starfstímabil hefst 24. júlí og lýkur 15. september.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Hæfniskröfur:
Einstaklingurinn er ráðinn í hlutastarf á meðan ráðningartímabilinu stendur. Nánari upplýsingar um starfið fást hjá réttindaskrifstofu Stúdentaráðs í síma 570-0850 eða á shi@hi.is
Kynningarbréf ásamt ferilskrá og lista meðmælenda skal senda í tölvupósti á netfang ráðsins: shi@hi.is merkt „Starfsmaður Októberfest SHÍ“. Umsóknarfrestur er til kl. 23:59 þann 16. júlí 2023. Umsóknir sem berast síðar verða ekki teknar til greina.
Við vekjum athygli á breyttum opnunartíma skrifstofu Stúdentaráðs yfir sumartímann.
Í júní og júlí verður skrifstofan opin alla virka daga kl 10:00-14:00.
Skrifstofan lokar í tvær vikur í sumar, 10. – 21. júlí en tölvupóstum verður svarað eins fljótt og unnt er.
Gleðilegt sumar!
Miðvikudaginn 21. júní 2023 fer Stúdentaráðsfundur fram kl 17:00 í stofu VHV-007
Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.
Dagskrá fundarins: