Íslenski Barinn

Íslenski Barinn veitir stúdentum 15% afslátt af öllu frá 11:30 til 00:00, gegn framvísun Stúdentaskírteinis.

Háma

býður stúdentum eftirfarandi afslætti gegn framvísun Stúdentakortsins: Heitur matur er á kr. 1.930 og með stúdentaafslætti kr. 1.590.  Súpa dagsins er á kr. 980 og með stúdentaafslætti kr. 880.

Þá fá korthafar 20 kaffibolla grænt kaffikort í eigið fjölnotamál á 2.600 kr. í stað 3.200 kr. Brúnt kaffikort fyrir bolla Hámu á 3.000 kr. í stað 3.600 kr. Korthafar fá svo 20 kaffibolla kort af sérmöluðu kaffi á 4.700 kr. í stað 5.300 kr.

Hard Rock Café

Býður nemendum Háskóla Íslands 20% afslátt af matseðli sunnudaga til fimmtudaga gegn framvísun stúdentakortsins (áfengir drykkir eru ekki á afslætti).

Hraðlestin

Hraðlestin veitir stúdentum 15% afslátt af aðalréttum á hádegis- og kvöldmatseðli. Gildir fyrir einn gegn framvísun Stúdentakortsins og hvorki af tilboðum né drykkjum.