Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum í stöður framkvæmdastjóra, alþjóðafulltrúa og ritstjóra fyrir starfsárið 2024-2025.
Framkvæmdastjóri:
Framkvæmdastjóri hefur yfirumsjón með fjármálum Stúdentaráðs, rekstri skrifstofunnar og framkvæmd stefnu ráðsins. Meðal verkefna framkvæmdastjóra er yfirumsjón með fjármálum Stúdentaráðs, umsjón með rekstri skrifstofunnar, bókhald, og samningsgerðir, auk þess að skrá fundargerðir ráðsins og halda utan um upplýsingaflæði milli aðila.
Hæfniskröfur: Áhugi á málefnum stúdenta, þekking á fjármálum og bókhaldi, færni í mannlegum samskiptum, og geta til að tjá sig skýrt í ræðu og riti á íslensku og ensku. Reynsla af stjórnsýslu Háskóla Íslands og frumkvæði til sjálfstæðra verkefna. Menntun sem nýtist í starfi er kostur.
Starfshlutfall er breytilegt eða eftir samkomulagi.
Alþjóðafulltrúi:
Alþjóðafulltrúi sinnir þörfum erlendra nemenda, bæði í daglegum samskiptum og við skipulagningu viðburða, og er milliliður í samstarfi við alþjóðleg háskólanet eins og Aurora.
Hæfniskröfur: Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, framúrskarandi samskiptahæfni, og þekking á alþjóðamálum. Gott vald á íslensku og ensku, reynsla af alþjóðastarfi og þátttaka í háskólasamfélaginu eru mikilvæg.
Starfshlutfall er breytilegt eða eftir samkomulagi.
Ritstjóri Stúdentablaðsins:
Ritstjóri ber ábyrgð á útgáfu og innihaldi Stúdentablaðsins, stjórnar ritstjórninni, skipuleggur útgáfudagsetningar og sér um auglýsingasöfnun.
Hæfniskröfur: Áhugi á fjölmiðla- og útgáfustörfum, reynsla af ritstjórn og grafískri hönnun, og frábær tölvufærni. Framúrskarandi tungumálakunnátta í íslensku og ensku og geta til að starfa í teymi sem og sjálfstætt.
Umsóknarfrestur: til og með 20. maí 2024. Allar umsóknir skal senda á shi@hi.is merkt þeirri stöðu sem sótt er um.
Starfshlutfall er breytilegt eða eftir samkomulagi.
Hægt er að lesa meira um störf Stúdentaráðs hér.