Úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna skólaárið 2022-2023

Úthlutunarreglur hjá Menntasjóði námsmanna fyrir skólaárið 2022-2023 hafa verið samþykktar af háskóla- vísinda- og nýsköpunarráðherra. Í úthlutunarreglunum fyrir næsta skólaár hækkar grunnframfærsla framfærsluána um 18%. Hækkun á grunnframfærslunni er alltaf fagnaðarefni en Stúdentaráð undirstrikar þó mikilvægi þess að hún sé endurskoðuð árlega og að nánari fyrirmæli fylgi lögum um tilhögun framfærslulána þannig að grunurinn sé endurskoðaður milli ára. Í núgildandi lögum er ekki gerð skýr krafa til stjórnar Menntasjóðsins um endurskoðun með reglubundnum hætti og því ekkert tilkall til stjórnar um að bregðast við þegar þörf krefur. Stúdentaráð bindir vonir um að tekið verði tillit til þess við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna.

Frítekjumarkið hækkar einnig og verður 1.483.000 KR. fyrir skólaárið 2022-2023. Hækkunin er miðuð við breytingu á neysluvísitölu milli ára og gera það 73.000 KR. hækkun. Stúdentaráð fagnar því að enn sé heimilt að fimmfalda frítekjumark stúdents sem ekki hefur verið á námslánum hjá sjóðnum sl. 6 mánuði. Er þetta mikilvægur liður í að tryggja að stúdent geti hafið lántöku án þess að verða strax fyrir skerðingu vegna frítekjumarksins. Stúdentaráð ítrekar samt sem áður afstöðu sína um að öllum lántökum eigi að gefast kostur á að sækja um fimmföldun á frítekjumarkinu. Styrkur og lán vegna barna verður einnig hækkað og er fjárhæð styrks fyrir hvert barn á framfæri námsmanns sem lýkur lágmarks námsárangri 182.250 KR. á hverri önn.

Frestur til að sækja um námslán á haustönn hefur verið breytt og verður nú 15. október, 2022. Stúdentaráð þykir einnig við hæfi að umsóknarfrestinum á vorönn verði breytt í samræmi við breytinguna á haustönn, enda liggur fyrir að 15. janúar sé íþyngjandi frestur fyrir marga tilvonandi lántaka. Hafa verður í huga að aðstæður stúdenta geta breyst verulega á miðju misseri og því telur ráðið að umsóknarfrestirnir séu enn þá of snemma á misserunum.

Niðurstöður kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands 2022

Miðvikudaginn og fimmtudaginn, 23. og 24. mars, fóru fram kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar kusu á milli framboðslista á sínu fræðasviði í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Fulltrúar fá sæti í samræmi við hlutfall kosninga.

Stúdentaráð samanstendur af 17 fulltrúum sem skiptast í 3 fulltrúa af hverju fræðasviði, fyrir utan Félagsvísindasvið sem á 5 fulltrúa. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fékk alls 15 fulltrúa kjörna en Vaka, hagsmunafélag stúdenta, fékk 2 fulltrúa. Frambjóðendur Röskvu á Hugvísindasviði voru sjálfkjörnir þar sem ekkert annað framboð barst, í samræmi við 32. gr. laga Stúdentaráðs.

Í háskólaráði eiga fulltrúar svo stúdenta og fékk Röskva báða fulltrúa inn ásamt því að fá 3. og 4. sætið inn sem varafulltrúa.

Kosn­ing­arnar fór fram á Uglunni og var kjör­sókn 21,70% en nánari tölur má finna hér undir lagaleg skjöl.

 

Kjörnu fulltrúarnir í Stúdentaráð raðast á eftirfarandi máta:

Fé­lags­vís­inda­svið:
1.Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Röskva
2.Viktor Ágústsson, Röskva
3.Dagur Kárason, Vaka
4.Diljá Ingólfsdóttir, Röskva
5.Elías Snær Torfason, Röskva

Heil­brigðis­vís­inda­svið:
1.Andri Már Tómasson, Röskva
2.Sigríður Helga Ólafsdóttir
3.Dagný Þóra Óskarsdóttir, Röskva

Hug­vís­inda­svið:
1.Rakel Anna Boulter, Röskva
2.Draumey Ósk Ómarsdóttir, Röskva
3.Magnús Orri Aðalsteinnson, Röskva

Menntavís­inda­svið:
1.Auður Eir Sigurðardóttir, Röskva
2.Ísak Kárason, Röskva
3.Ísabella Rún Jósefsdóttir, Vaka

Verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­svið:
1.Brynhildur R Þorbjarnardóttir, Röskva
2.Sigurþór Maggi Snorrason, Röskva
3.Dagmar Óladóttir, Röskva

 

Kjörnu fulltrúarnir í háskólaráð raðast á eftirfarandi máta:

1.Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir, Röskva
2.Katrín Björk Krisjánsdóttir, Röskva

Varafulltrúar í háskólaráði í 3. og 4. sæti:
3.Rebekka Karlsdóttir, Röskva
4.Ingvar Þóroddsson, Röskva

 

Skrifstofa Stúdentaráðs færir nýkjörnum Stúdentaráðsliðum og háskólaráðsliðum innilegar hamingjuóskir. 

Kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs 2022

Kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs fara fram miðvikudaginn 23. og fimmtudaginn 24. mars næstkomandi. Þar munu nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Kosningarnar eru rafrænar og fara fram í gegnum innri vef Háskólans, Ugluna. 

Á kjörskrá eru þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Háskóla Íslands skólaárið 2021-2022. Gesta- og skiptinemar, sem og nemar sem skráðir eru á námsleiðir með stökum námskeiðum, líkt og í Símennt, hafa ekki atkvæðisrétt.

Opnunartími kosningakerfis á Uglu verður með breyttu sniði í ár, en kosningar verða opnar frá kl. 09:00 þann 23. mars til kl. 18:00 þann 24. mars. 

Nemendur á Hugvísindasviði munu ekki geta kosið fulltrúa í Stúdentaráð vegna þess að á sviðinu barst einungis framboð frá fylkingunni Röskvu. Í samræmi við 32. gr. laga Stúdentaráðs eru því Rakel Anna Boulter, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Magnús Orri Aðalsteinsson sjálfkjörin sem fulltrúar stúdenta í Stúdentaráði Háskóla Íslands og sviðsráði Hugvísindasviðs 2022-2023. Stúdentar á Hugvísindasviði eru þó hvattir til að nýta atkvæðisrétt sinn og kjósa fulltrúa stúdenta í háskólaráð Háskóla Íslands en kosningar til háskólaráðs fara fram samhliða kosningum til Stúdentaráðs þann 23. og 24. mars.

Hér að neðan er listi yfir frambjóðendur.

 

Framboðslistar Röskvu:

Háskólaráð:
1.Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir – Læknisfræði
2. Katrín Björk Krisjánsdóttir – Félagsráðgjöf
3. Rebekka Karlsdóttir – Lögfræði
4. Ingvar Þóroddsson – Hagnýtt stærðfræði

Félagsvísindasvið:
1.Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir – Lögfræði
2.Viktor Ágústsson – Viðskiptafræði
3.Diljá Ingólfsdóttir – Félagsráðgjöf
4.Elías Snær Önnuson Torfason – Stjórnmálafræði
5.Þórkatla Björg Ómarsdóttir – Félagsfræði

Heilbrigðisvísindasvið:
1.Andri Már Tómasson – Læknisfræði
2.Sigríður Helga Ólafsson – Sálfræði
3.Dagný Þóra Óskarsdóttir – Hjúkrunarfræði

Hugvísindasvið:
1.Rakel Anna Boulter – Almenn bókmenntafræði
2.Draumey Ósk Ómarsdóttir – Íslenska
3.Magnús Orri Aðalsteinsson – Enska

Menntavísindasvið:
1.Auður Eir Sigurðardóttir – Tómstunda- og félagsmálafræði
2.Ísak Kárason – Íþrótta- og heilsufræði
3.Sigurjóna Hauksdóttir – Uppeldis- og menntunarfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið:
1.Brynhildur Þorbjarnardóttir – Eðlisfræði
2.Maggi Snorrason – Rafmagns- og tölvuverkfræði
3.Dagmar Óladóttir – Landfræði

 

Framboðslistar Vöku:

Háskólaráð:
1.Birta Karen Tryggvadóttir – Hagfræð
2.Magnea Gná Jóhannsdóttir – Lögfræð
3.Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir – Lýðheilsuvísindi
4.Ellen Geirsdóttir Håkansson – Stjórnmálafræði

Félagsvísindasvið:
1.Dagur Kárason – Stjórnmálafræði
2.Axel Jónsson – Félagsráðgjöf
3.Embla Ásgeirsdóttir – Lögfræði
4.Iðunn Hafsteins – Viðskiptafræði
5.Logi Stefánsson – Viðskiptafræði

Hugvísindasvið:
Ekkert framboð barst

Menntavísindasvið:
1.Ísabella Rún Jósefsdóttir – Uppeldis- og menntunarfræði
2.Bergrún Anna Birkisdóttir – Grunnskólakennarafræði
3.Margrét Rebekka Valgarðsdóttir – Tómstunda- og félagsmálafræði

Heilbrigðisvísindasvið:
1.Telma Rún Magnúsdóttir – Lyfjafræði
2.Jóna Margrét Hlynsdóttir Arndal – Tannlæknisfræði
3.Freyja Ósk Þórisdóttir – Hjúkrunarfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið:
1.María Árnadóttir – Vélaverkfræði
2.Margrét Ásta Finnbjörnsdóttir – Iðnaðarverkfræði
3.Friðrik Hreinn Sigurðsson – Tölvunarfræði

 

Spurningum varðandi ofangreindar upplýsingar eða framkvæmd kosninga skulu berast til kjörstjórnar Stúdentaráðs á kjor@hi.is.

Stúdentaráðsfundur 10. mars 2022

Fimmtudaginn 10. mars fer Stúdentaráðsfundur fram kl 17:00 í L-201.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins. Óski almennur stúdent eftir að sækja fundinn, skal senda beiðni þess efnis á shi@hi.is til að geta sent Teams fundarboð.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur 17:00
  2. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla) 17:00-17:05
  3. Tilkynningar og mál á döfinni 17:05-17:25
  4. Félagsstofnun stúdenta (kynning og umræður) 17:25-17:45
  5. Fjárhagsáætlun Stúdentaráðs 2021-2022 (kynning og umræður) 17:45-18:00
  6. Hlé 18:00-18:10
  7. Stefna Stúdentaráðs (kynning og umræður) 18:10-18:40
  8. Önnur mál 18:40-18:50
  9. Fundi slitið 18:50

Opið fyrir umsóknir í þriðju úthlutun Stúdentasjóðs

Búið er að opna fyrir umsóknir í þriðju úthlutun Stúdentasjóðs. Hægt er að sækja um styrki hér til 28. febrúar nk.. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að fara eins ítarlega eftir leiðbeiningum í umsóknarskjali og kostur er, en frávik frá reglum varðar frávísun umsóknar.

Áður en sótt er um hvetjum við ykkur til að kynna ykkur Stúdentasjóð á heimasíðu Stúdentaráðs og sérstaklega lög og reglur hans. Greiningarstyrkir og framfærslustyrkir verða veittir í næstu úthlutun.

Spurningum skal vísað til Maríu Sólar Antonsdóttur, forseta sjóðsins, á netfangið studenasjodur@hi.is.

Stúdentaráðsfundur 16. febrúar 2022

Miðvikudaginn 16. febrúar fer Stúdentaráðsfundur fram kl 17:00 í L-101.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins. Óski almennur stúdent eftir að sækja fundinn, skal senda beiðni þess efnis á shi@hi.is til að geta sent Teams fundarboð.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur 17:00
  2. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla) 17:00-17:05
  3. Tilkynningar og mál á döfinni 17:05-17:25
  4. Stefna Stúdentaráðs (kynning og umræður) 17:25-17:40
  5. Skipulags- og samgöngumál við Háskóla Íslands (kynning og umræður) 17:40-18:00
  6. Tillaga um skipan þingfulltrúa á landsþingi Landssamtaka íslenskra stúdenta (atkvæðagreiðsla) 18:00-18:15
  7. Hlé 18:15-18:25
  8. Geðheilbrigðismálaúrræði við Háskóla Íslands (kynning og umræður) 18:25-18:40
  9. Tillaga að að ályktun um að Stapi verði nýtt undir stúdentaíbúðir á ný (atkvæðagreiðsla) 18:40-18:55
  10. Tillaga vegna takmarkaðs aðgangs nema utan EES til vinnu með námi (atkvæðagreiðsla) 18:55-19:10
  11. Önnur mál 19:10-19:20
  12. Fundi slitið 19:20

Forsöluverð á tónleika Friðiks Dórs fyrir stúdenta við Háskóla Íslands

Opnum hliðin!

Eftir langa bið efnir Friðrik Dór til tónleika í Hörpunni í tilefni nýju plötunnar Dætur, þann 11. mars næstkomandi.

Stúdentaráð og Paxal bjóða stúdentum við Háskóla Íslands miða á forsöluverði út 14. febrúar.

!Hægt að nálgast miðann hér!

Krossum fingur og tær, hitum upp fyrir Októberfest og sjáumst í Silfurbergi!

Könnun á líðan og stöðu nemenda við Háskóla Íslands á tímum COVID-19

Stúdentaráð hefur lagt fyrir aðra könnun á líðan og stöðu nemenda við Háskóla Íslands á tímum COVID-19. Markmiðið er að öðlast betri sýn á aðstæðunum og geta þannig dregið fram leiðir til úrbóta. Mikilvægt er að kortleggja stöðuna til að geta brugðist við á réttan hátt.

Stúdentar hafa fengið könnunina á HÍ-netfangið sitt og óskar Stúdentaráð eftir því að henni sé svararð fyrir 17. febrúar næstkomandi. Einnig er hægt að nálgast könnunina hér. 

 

Skýrsla Stúdentaráðs um stúdenta á húsnæðismarkaði

Sumarið 2021 lagði skrifstofa Stúdentaráðs til samþykktar ráðsins að verkefnastjóri yrði ráðinn yfir sumartímann við að afla upplýsinga og gagna um réttindi þessa hóps innan velferðarkerfisins og þannig fá betri mynd af stöðu þeirra við mismunandi félagslegar aðstæður. Féll það vel að þeim verkefnum sem þegar voru inn á borði Stúdentaráðs í þessum efnum, t.a.m. upplýsinga- og gagnaöflun ráðsins um kjör stúdenta innan námslánakerfisins, atvinnutækifæri og réttindi á vinnumarkaði. Nanna Hermannsdóttir var ráðin verkefnastjóri á skrifstofu Stúdentaráðs og hafði umsjón með allri upplýsinga- og gagnaöflun í samráði við skrifstofuna. Nanna er útskrifaður hagfræðingur úr Háskóla Íslands og meistaranemi í sama fagi við Háskólann í Lundi. Hún hefur áður stundað meistaranám í norrænum velferðarkerfum í háskólanum í Halmstad og í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum.

Húsnæðismálin eru einn stærsti málaflokkur í hagsmunabaráttu stúdenta og Stúdentaráði því ávallt ofarlega í huga, enda er húsnæðisöryggi meðan á námi stendur grundvallaratriði. Uppbyggingin háskólasvæðisins er þegar í góðum farveg og miðar að þéttara skipulagi með áherslu á sameiningu háskólastarfseminnar, aukið húsnæði og framboð á þjónustu og grænar tengingar og samgöngur. Vegna þessa var ákveðið að skoða sérstaklega kjör og réttindi stúdenta á húsnæðismarkaði og gera því skil í útgefinni skýrslu. Markmið hennar er að greina og bera saman almenna leigumarkaðinn og stúdentagarða, greina húsnæðisbyrði stúdenta og kanna rétt þeirra til opinbers húsnæðisstuðnings á vegum bæði ríkisins og sveitarfélaga með hliðsjón af viðbótarláni Menntasjóðs námsmanna vegna húsnæðiskostnaðar. Í skýrslunni fylgja einnig tillögur að úrbótum í málaflokknum sem Stúdentaráð fer fram á að teknar séu til skoðunar. 

Skýrsluna í heild sinni má finna hér. 

Stúdentar á húsnæðismarkaði

Húsnæðiskostnaður er einn stærsti útgjaldaliður heimila og á það ekki síður við um stúdenta. Ungt fólk og tekjulágir eru töluvert líklegri en aðrir hópar til þess að vera á leigumarkaði, samkvæmt gögnum Hagstofunnar um stöðu á húsnæðismarkaði eftir tekjum og aldri. Það felur í sér minna húsnæðisöryggi og hærri húsnæðiskostnað í samanburði við að eiga fasteign. 

Stúdentar eru að jafnaði með lægri launatekjur en aðrir hópar og því sérstaklega viðkvæmir fyrir mikilli hækkun á leiguverði. Viðbótarlánið sem Menntasjóður námsmanna veitir stúdentum vegna húsnæðiskostnaðar tekur ekki mið af raunverulegri hækkun húsnæðiskostnaðar. Nú þegar teljast 43% stúdenta á Íslandi vera með íþyngjandi húsnæðiskostnað samkvæmt Eurostudent VII, en það er tæplega fjórfalt hærra hlutfall en meðal allra Íslendinga. Í því samhengi ber að nefna að stúdentar skiptast innbyrðis í mismunandi hópa í mismunandi stöðu sem hver og einn getur borið ólíkar skuldbindingar og búið við gjörólíkar aðstæður. 

Mat á húsnæðisbyrði stúdenta var framkvæmt út frá hóflegum forsendum um viðmiðunar stúdentinn og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að viðmiðunar stúdentinn sé á leigumarkaði og greiningunni er skipt eftir tegund íbúða og eftir því hvort leigt er af stúdentagörðum eða á almennum leigumarkaði. Ráðstöfunartekjur eru heildartekjur heimilisins eftir skatta að meðtöldum greiðslum úr félagslega kerfinu. Þá var einnig tekin með upphæð námslána, þrátt fyrir að almennt sé ekki litið á lán sem ráðstöfunartekjur. Húsnæðisbætur eru dregnar frá leigukostnaði (sbr. útreikningar Hagstofunnar á húsnæðisbyrði) og eru því ekki teknar með í ráðstöfunartekjur þrátt fyrir að vera greiðslur úr félagslega kerfinu.

Helstu niðurstöður

Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að margir námsmenn séu með íþyngjandi húsnæðiskostnað í samræmi við Eurostudent IV. Staðan er tilkomin vegna lágra ráðstöfunartekna hópsins, en hafa ber í huga að meirihluti þeirra ráðstöfunartekna sem miðað er við í þessari skýrslu er lán en ekki tekjur eða bætur úr félagslega kerfinu. Hér er því notast við óhefðbundna skilgreiningu á ráðstöfunartekjum. Þrátt fyrir það bendir flest til þess að viðmiðunar stúdent sem er einstæður greiði að jafnaði húsnæðiskostnað sem annaðhvort nálgast það eða einfaldlega telst vera íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Staða stúdenta á húsnæðismarkaði verður því að teljast áhyggjuefni.

Fjárhagslegur stuðningur hins opinbera til stúdenta er háður ýmsum skilyrðum sem setur annars svipaða stúdenta í mjög ólíka stöðu. Þetta misræmi skapast aðallega af tveimur ástæðum. Önnur þeirra er sú að almenna húsnæðisstuðnings kerfið gerir strangari kröfur til húsnæðis á almennum markaði en til sambærilegra íbúða á stúdentagörðum. Hin ástæðan er  sú að möguleiki á stuðningi er mismunandi eftir því hvar stúdentar búa og hvar þeir hafa lögheimilisskráningu, en sérstakur húsnæðisstuðningur er bæði breytilegur milli sveitarfélaga og háður því að aðsetur og lögheimili sé í sama sveitarfélagi. Þar sem réttindi til félagslegra greiðslna eru oftar en ekki bundin atvinnuþátttöku einstaklings falla námsmenn oft milli glufa í kerfinu og verða að reiða sig á sérútbúnar undanþágur í lögum og reglugerðum, þar sem nám er almennt ekki ígildi atvinnuþátttöku. 

Þrátt fyrir uppbyggingu stúdentagarða síðustu ár er enn langt í að stúdentar geti gengið að íbúð á stúdentagörðum sem sjálfsögðum hlut. Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 41% á síðustu fimm árum, á sama tíma og viðbótarlán Menntasjóðs námsmanna vegna húsnæðiskostnaðar hefur aðeins hækkað um 11%. Sé grunnframfærsla (að viðbættum barnastyrk, þar sem það á við) og viðbótarlán vegna húsnæðis borin saman sést að kerfið gerir í raun ráð fyrir að stúdentar beri íþyngjandi húsnæðiskostnað. Það verður að teljast alvarlegt að viðbótarlán sjóðsins vegna húsnæðis taki ekki mið að hækkunum á almennum markaði, þar sem stór hluti stúdenta leigir húsnæði á meðan félagslega rekin úrræði á borð við stúdentagarða anna ekki eftirspurn. Til að tryggja stöðug kjör þarf viðbótarlán vegna húsnæðis að lágmarki að hækka um því sem nemur vísitölu leiguverðs milli ára. 

Rétt er að nefna að í skýrslunni er einblínt á stöðu stúdenta við Háskóla Íslands. Lægra leiguverð í grennd við skóla gæti mildað stöðuna í einhverjum tilfellum þar sem verð í grennd við Háskóla Íslands er með allra hæsta móti. Þó er ekki raunhæft að ætla að vandamálið hverfi alfarið að teknu tilliti til þess og ætti því að vera hægt að yfirfæra niðurstöðurnar nokkurn veginn fyrir alla stúdenta á Íslandi. 

Það einfalda mat sem farið var í er á engan hátt tæmandi og eru tillögurnar sem Stúdentaráð leggur fram því langt frá því að vera þær einu mögulegu og álitamálin sem skoðuð voru takmarkast við þau allra almennustu. Skýrslan er fyrst og fremst hugsuð sem hvatning til aðgerða fyrir viðeigandi stjórnvöld og brýning til allra þeirra sem koma að ákvarðanatöku um réttindi og lífskjör stúdenta á Íslandi. Ljóst er að af nógu er að taka en þá er líka um að gera að hefjast handa til að koma hlutum í betra horf sem fyrst.

Stúdentaráðsfundur 20. janúar 2022

Fimmtudaginn 20. janúar fer Stúdentaráðsfundur fram á Teams kl 17:00.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins. Óski almennur stúdent eftir að sækja fundinn, skal senda beiðni þess efnis á shi@hi.is til að geta sent Teams fundarboð.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur 17:00
  2. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla) 17:00-17:05
  3. Tilkynningar og mál á döfinni 17:05-17:25
  4. Skýrsla Stúdentaráðs um húsnæðismál (Kynning og umræður) 17:25-18:00
  5. Stefna Stúdentaráðs (Kynning og umræður) 18:00-18:20
  6. Landsþing LÍS (Umræður) 18:20-18:35
  7. Hlé 18:35-18:45
  8. Fjárhagsáætlun Stúdentaráðs 2021-2022 (Kynning og umræður) 18:45-19:00
  9. Tillaga um Matarspor – kolefnisspors reiknivél fyrir matvæli (atkvæðagreiðsla) 19:00-19:15
  10. Tillaga um fjárhagslegan stuðning Háskóla Íslands við Stúdentaleikhúsið (atkvæðgreiðsla) 19:15-19:30
  11. Önnur mál 19:30-19:40
  12. Fundi slitið 19:40