Fréttir

Sögulegt samstarf SHÍ og Visku

Ný staða kjara- og réttindafulltrúa háskólanema verður sett á laggirnar sem hluti af samstarfssamningi sem Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Viska hafa gert með sér. Er þetta í fyrsta sinn sem slík þjónusta verður í boði fyrir háskólanema hér á landi. Þetta eru ekki aðeins tímamót í þjónustu SHÍ við háskólanema heldur einnig ný skref í þjónustuframboði íslensks stéttarfélags.

Arent Orri J. Claessen, forseti SHÍ og Gauti Skúlason, verkefnastjóri samskipta og markaðsmála hjá Visku undirrituðu samninginn á Háskólatorgi á dögunum. Kjara- og réttindafulltrúinn mun veita þjónustu og ráðgjöf auk þess að vinna að því að efla vitund háskólanema um sín réttindi á vinnumarkaði.

„Við hjá SHÍ erum ótrúlega stolt af því að geta nú boðið nemendum í HÍ upp á kjara- og réttindatengda þjónustu og teljum stöðuna löngu tímabæra. Slíkt hefur aldrei verið gert áður hér á landi og því er þetta sögulegur áfangi í þjónustu við nemendur. Næsta skref er að auglýsa stöðu kjara- og réttindafulltrúa háskólanema við skrifstofu SHÍ og í framhaldinu hefst þessi nýja þjónusta fyrir nemendur við HÍ. Við hjá SHÍ erum ánægð með samstarfið við Visku og hlökkum mikið til framhaldsins,“ segir Arent Orri.

Við Visku stofnun Visku var komið á fót sérstakri námsmannaþjónustu fyrir háskólanema. Þjónustan virkar þannig að háskólanemar sem skrá sig í Visku fá aðgengi að allri þjónustu Visku og fría snjalltryggingu fyrir tölvu, síma og hjól.

„Staða kjara- og réttindafulltrúa háskólanema er að norrænni fyrirmynd þar sem hún hefur sannað mikilvægi sitt. Í samtölum okkar við háskólanema höfum við fundið fyrir því að eftirspurn eftir fræðslu um kjara- og réttindamál hjá ungu fólki er mikil og við viljum svara því kalli. Með því að koma stöðunni á laggirnar viljum við leggja ríka áherslu á styðja við ungt fólk sem er að afla sér þekkingar og háskólamenntunar, enda gríðarlega mikilvægur hópur fyrir framtíðina. Þannig sýnum við í verki að háskólanemar skipta máli,” segir Gauti.

5. fundur Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Stúdentaráð Háskóla Íslands heldur fund þriðjudaginn 12. nóvember 2024 kl. 16:30 í stofu HT-102, Háskólatorgi. Fundir Stúdentaráðs eru opnir öllum stúdentum Háskóla Íslands og eru áhugasamir hvattir til að mæta og fylgjast með starfsemi ráðsins.

Dagskrá fundarins inniheldur mikilvægar tillögur og kynningar á framkvæmdaráætlunum, ásamt umræðu um ýmis mál sem snúa að stúdentalífi við skólann. Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu Stúdentaráðs ef frekari upplýsingum er óskað.

Dagskrá:

I. Fundur settur 17:00 – 17:05
II. Fundargerð fundar þann 26. september 2024 borin upp til samþykktar 17:05 – 17:10
III. Yfirferð á málum sem hafa verið á döfinni 17:10 – 17:20
IV. Tillaga um að skrifstofa Stúdentaráðs setji sér umhverfisstefnu 17:20 – 17:30
V. Tillaga um skilvirkara bókunarkerfi á stofum Háskóla Íslands 17:30 – 17:40
VI. Tillaga um athugasemd í samráðsgátt varðandi breytingar á lögum um opinbera háskóla 17:40 – 17:50
VII. Framkvæmdaáætlun alþjóðanefndar kynnt 17:50 – 18:00
VIII. Fundarhlé 18:00 – 18:10
IX. Framkvæmdaáætlun umhverfis- og samgöngunefndar kynnt 18:10 – 18:20
X. Framkvæmdaáætlun lagabreytinganefndar kynnt 18:20 – 18:30
XI. Framkvæmdaáætlun nýsköpunar- og frumkvöðlanefndar kynnt 18:30 – 18:40
XII. Tillaga um aukningu tíðarvara í byggingum VR-II, Tæknigarði og Öskju 18:40 – 18:50
XIII. Tillaga um að inntökupróf í heilbrigðisgreinum verði víðar en í Reykjavík 18:50 – 19:00
XIV. Tillaga um árlegt fjárframlag til SHÍ nefnda til að efla félagslíf 19:00 – 19:10
XV. Bókfærð mál og tilkynningar 19:10 – 19:15
XVI. Önnur mál 19:15 – 19:20

Opið fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun Stúdentasjóðs

Búið er að opna fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun Stúdentasjóðs. Hægt er að sækja um styrki hér til kl. 14:00 þann 3. Nóvember  næstkomandi. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að fara eins ítarlega eftir leiðbeiningum í umsóknarskjali og kostur er, en frávik frá reglum varðar frávísun umsóknar.

Áður en sótt er um hvetjum við ykkur til að kynna ykkur Stúdentasjóð á heimasíðu Stúdentaráðs og sérstaklega lög og verklagsreglur hans. Hér er hægt að nálgast helstu upplýsingar um sjóðinn samandregnar. Athugið að greiningarstyrkir og framfærslustyrkir verða ekki veittir í þessari úthlutun.-

Spurningum skal vísað til Viktors Péturs Finnssonar, stjórnarformanns sjóðsins, á netfangið studentasjodur@hi.is. eða til Réttindaskrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Íþróttaskóli Stúdentaráðs Haustönn 2024.

Íþróttaskóli Stúdentaráðs Haustönn 2024.

Stúdentaráð Háskóla Íslands rekur íþróttaskóla fyrir börn stúdenta fædd á árunum 2019-2023. Tímarnir fara fram í íþróttahúsi háskólans við Sæmundargötu og er hver tími 40 mínútur. Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 12. október og lýkur 23 nóvember. Það verða því 7 tímar í heildina. Börnunum er skipt í tvo hópa eftir aldri og eru 20 pláss í hvorum hópi. Yngri hópurinn (f. 2022, 2023) er kl. 8:45 – 9:25 og eldri hópurinn (f. 2019, 2020, 2021) kl. 09:30 – 10:10. Létt hressing í boði fyrir börnin eftir tíma.

Smelltu hér til að skrá barn í Íþróttaskóla SHÍ 2024.

Markmið íþróttaskólans er að gefa börnum kost á hreyfinámi, efla hreyfiþroska og hreyfigetu barnanna. Bæta samhæfingu, sjálfstraust og vellíðan. Leikir og þrautabrautir skipa stærstan þátt í náminu og reynt að hafa æfingar sem fjölbreyttastar þannig að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Unnið er bæði með fín- og grófhreyfingar. Félagsþroski, samvinna og það að taka tillit til annarra er mikilvægur þáttur í starfinu.

Foreldrar taka virkan þátt í tímum með því að aðstoða börnin sín. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum netfangið fjolskyldushi@hi.is.

Námskeiðið er endurgjaldslaust.

4. fundur Stúdentaráðs

Þriðjudaginn 25. september 2024 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:00 í stofu N-132, Öskju.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

  1. Fundur settur 17:00 – 17:05
  2. Fundargerð fundar þann 26. ágúst 2024 borin upp til samþykktar 17:05 – 17:10
  3. Ný fundarsköp kynnt 17:05 – 17:10
  4. Kynning frá Laufinu 17:10 – 17:30
  5. Tillaga um endurskoðun á skilgreiningu félaga sem starfa innan háskólans 17:30 – 17:40
  6. Tillaga um takmörkun ábyrgðar vegna októberfest 17:40 – 17:50
  7. Tillaga um stöðumat á líðan nemenda 17:50 – 18:00
  8. Fundarhlé 18:00 – 18:10
  9. Tillaga um skráningu á vinnu skrifstofu Stúdentaráðs 18:10 – 18:20
  10. Framkvæmdaáætlun fjölskyldunefndar 18:20 – 18:30
  11. Framkvæmdaáætlun fjármála- og atvinnulífsnefndar 18:30 – 18:40
  12. Framkvæmdaáætlun félagslífs- og menningarnefndar 18:40 – 18:50
  13. Framkvæmdaáætlun jafnréttisnefndar 18:50 – 19:00
  14. Fundarhlé 19:00 – 19:10
  15. Tillaga um vatns- og kaffivélar 19:10 – 19:20
  16. Tillaga um aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu 19:20 – 19:30
  17. Tillaga um að Stúdentaráð beiti sér fyrir upptöku samgöngukorts 19:30 – 19:40
  18. Tillaga um að bæta Eduroam og nettengingu innan skólans 19:40 – 19:50
  19. Bókfærð mál og tilkynningar 19:50 – 20:00
  20. Önnur mál 19:50 – 20:00

Uppfært þann 21. september.

Afhending armbanda og bjórkorta – Októberfest 2024

Hægt verður að sækja armbönd og bjórkort á Háskólatorgi frá 11:30-15 á morgun, 10-15 á miðvikudag og frá 10-15:40 á fimmtudag og föstudag.

Við vekjum athygli ykkar á því að öll armbönd verða sett á miðahafa af starfsfólki og því verður ekki hægt að sækja armbönd fyrir aðra. Minnum ykkur á að hafa stúdentakortin meðferðis þegar armböndin eru sótt.

Afhending mun einnig fara fram fyrir framan hátíðarsvæði frá kl. 17:30 á fimmtudag, föstudag og laugardag.

Hægt er að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs ef spurningar vakna með tölvupósti á netfangið shi@hi.is eða í síma 570 0850.

3. fundur Stúdentaráðs 27. ágúst 2024

Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:00 í stofu HT-101, Háskólatorgi.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

 

Fundardagskrá:

Fundur settur 17:00 – 17:05
Fundargerð skiptafundar þann 21. maí 2024 borin upp til samþykktar 17:05 – 17:10
Fundargerð síðasta fundar 8. ágúst 2024 borin upp til samþykktar 17:05 – 17:10
Drög að fundaskipulagi haustannar 17:10 – 17:15
Lagabreytingatillaga lagaráðs, 1. áfangi 17:15 – 17:35
Tilnefningar í stjórn Stúdentasjóðs 17:35 – 17:40
Fundarhlé 17:40 – 17:50
Tillaga að herferð Stúdentaráðs 17:40 – 17:55
Tillaga um kynhlutlaus salerni 17:55 – 18:05
Tillaga um uppsetningu á rafhleðslustöðvum við Háskóla Íslands 18:05 – 18:15
Tillaga um að Stúdentaráð beiti sér fyrir því að Félagsstofnun stúdenta selji nikótínpúða í Hámu 18:15 – 18:25
Tillaga um að Stúdentaráð krefjist umbóta í almenningssamgöngum 18:25 – 18:40
Fundarhlé 18:40 – 18:50
Tillaga um matarvagna í prófatíð 18:50 – 19:00
Tillaga um vinnustundir skrifstofu 19:00 – 19:10
Tillaga um aukinn fyrirvara í starfi Stúdentaráðs 19:10 – 19:20
Bókfærð mál og tilkynningar 19:20 – 19:25
Önnur mál 19:30 – 19:35

 

Stúdentaráðsfundur 6. ágúst 2024

Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:30 í stofu VHV-007.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins. Athugið að fundurinn fer fram á íslensku. Athugið einnig að tillaga verður til atkvæðagreiðslu á fundinum um lokun hans fyrir öðrum en þeim sem hafa málfrelsisrétt.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá:

  1. Fundargerð fyrri fundar borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla)

    Approval of Previous Meeting Minutes (Vote)

  2. Tillaga um lokun fundar

    Proposal to Close the Meeting to the Public

  3. Yfirferð og umræður um tímalínu, samskipti og annað tengt Októberfest SHÍ

    Review and Discussion of the Timeline, Communications, and Other Matters Related to Októberfest SHÍ

  4. Atkvæðagreiðsla um samning SHÍ við verktaka

    Vote on SHÍ’s Contract with Contractors

  5. Bókfærð mál og tilkynningar

    Recorded Matters and Announcements

 

 

 

Forsalan á Októberfest er hafin

Stærsta tónlistarhátíð stúdenta, Októberfest SHÍ, verður haldin í 20. skipti dagana 5.-7. september 2024!
Hátíðin í ár verður stórkostlegri en nokkru sinni fyrr!
Miðasala er hafin í Aur-appinu. Ekki missa af besta dílnum, tryggðu þér miða núna á meðan það er hægt.
Listamenn verða tilkynntir síðar.
Einnig er hægt að kaupa miða á skrifstofu Stúdentaráðs á Háskólatorgi, 3. hæð.
Hafið samband við okkur í síma 570-0850 eða í tölvupósti á shi@hi.is ef það koma upp einhver vandamál eða einhverjar spurningar