Fréttir

Stúdentaráð auglýsir eftir umsóknum í stjórn Félagsstofnunar stúdenta

Stúdentar eiga þrjá fulltrúa í stjórn Félagsstofnunar stúdenta sem sitja til tveggja ára í senn. Skipað var síðast í stjórn árið 2023 og er því kominn tími á að gera það aftur. Samkvæmt reglugerð fyrir Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands er stjórnin skipuð fimm mönnum til tveggja ára: háskólaráðuneytið skipar einn fulltrúa, háskólaráð skipar einn fulltrúa og Stúdentaráð skipar þrjá fulltrúa.

Hæfniskröfur

  • Áhugi á Stúdentaráði og þekking á málefnum stúdenta
  • Reynsla af hagsmunabaráttu stúdenta er kostur
  • Virk þátttaka í háskólasamfélaginu er kostur
  • Þekking á stjórnsýslu Háskóla Íslands er kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Geta til að tjáningar í ræðu og riti á íslensku

 

Ætlast er til þess að umsækjandi stundi ekki nám við Háskóla Íslands á skipunartímanum og beri hag stúdenta og Félagsstofnunar stúdenta fyrir brjósti.

Kynningarbréfi og ferilskrá skal skilað á netfang Stúdentaráðs shi@hi.is. Umsóknarfrestur er til 23:59 þann 20. maí 2025 og verða umsóknir sem berast eftir þann tíma ekki teknar gildar.

Ný forysta Stúdentaráðs kjörin

Í gær, 29. apríl, var hald­inn kjör­fund­ur Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands þar sem skrif­stofa næsta starfs­árs var kos­in. Nýtt ráð mun form­lega taka við á skipta­fundi und­ir lok maí.

Vaka, fé­lag lýðræðissinnaðra stúd­enta, bætti við meiri­hluta sinn í Stúd­entaráðskosn­ing­un­um sem fóru fram hinn 2. og 3. apríl sl. Á kjör­fund­in­um í kvöld hlaut Ar­ent Orri J. Claessen því end­ur­kjör sem for­seti Stúd­entaráðs, en í til­kynn­ingu frá Stúd­entaráði er það sagt sjald­gæft að for­seti hljóti end­ur­kjör.

Ar­ent stund­ar nú meist­ara­nám í lög­fræði, en hann var formaður Vöku áður en hann tók við embætti for­seta Stúd­entaráðs.

Á fund­in­um hlaut einnig kjör Sylvía Mart­ins­dótt­ir sem vara­for­seti ráðsins, en Sylvía nem­ur meist­ara­nám í fjár­mál­um. Vikt­or Pét­ur Finns­son hlaut þá kjör sem lána­sjóðsfull­trúi Stúd­entaráðs, en Vikt­or stund­ar nám við viðskipta­fræðideild.

Þá hlaut Val­gerður Lauf­ey Guðmunds­dótt­ir end­ur­kjör sem hags­muna­full­trúi SHÍ, en hún nem­ur einnig meist­ara­nám í lög­fræði.

„Ég er stolt­ur af starf­inu okk­ar síðasta ár og þakk­lát­ur fyr­ir það traust sem okk­ur hef­ur verið sýnt af nýju Stúd­entaráði og hlakka til að vinna með nýrri skrif­stofu. Mig lang­ar að þakka frá­far­andi Stúd­entaráði og skrif­stofu fyr­ir sín störf og heiti því að við mun­um áfram vinna að bætt­um kjör­um stúd­enta,“ seg­ir Ar­ent Orri, for­seti Stúd­entaráðs

Kjörfundur Stúdentaráðs 29. apríl 2025

Kosningar til Stúdentaráðs fóru fram 2. og 3. apríl sl. og má nálgast niðurstöður kosninga á heimasíðu ráðsins.

Í kjölfar kosninga kýs Stúdentaráð sér fulltrúa til starfa á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs, ásamt því að kjósa í önnur embætti ráðsins á sérstökum kjörfundi. Kjörfundur verður haldinn 29. apríl kl. 17:00 í N-132. Fundir Stúdentaráðs eru opnir öllum skv. a-lið 9. gr. laga Stúdentaráðs.

Mögulegt er að gefa kost á sér í embætti forseta, varaforseta, hagsmunafulltrúa og lánasjóðsfulltrúa á skrifstofu Stúdentaráðs. Einnig í fastanefndir og önnur embætti á vegum Stúdentaráðs. Þau sem kjörin eru á kjörfundi taka við störfum á skiptafundi, sbr. 4. gr. laga Stúdentaráðs. Kjörgengir til þessara embætta eru öll þau sem hafa verið skráð til náms við Háskóla Íslands á síðustu þremur árum, á undan sérstökum kjörfundi.

Embætti sem kosið er í á skrifstofu Stúdentaráðs, skv. lögum ráðsins:

  • Forseti Stúdentaráðs
  • Varaforseti Stúdentaráðs
  • Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs
  • Hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs

Nefndir Stúdentaráðs, skv. lögum ráðsins:

  • Fjórir fulltrúar skulu kjörnir í fjármála- og atvinnulífsnefnd, alþjóðanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, fjölskyldunefnd, félagslífs- og menningarnefnd og lagabreytinganefnd.
  • Tveir fulltrúar eru kjörnir í nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd.
  • Fimm fulltrúar eru kjörnir í jafnréttisnefnd, einn frá hverju fræðasviði, og taka þeir aðilar jafnframt sæti í jafnréttisnefnd hvers sviðs.

Á kjörfundi hafa einungis nýkjörnir fulltrúar Stúdentaráðs atkvæðisrétt. Gefi fleiri kost á sér en kosið er um ræður hlutfallskosning. Séu fleiri en einn í framboði í tiltekinni kosningu, hlýtur sá einstaklingur sem fær flest atkvæði embættið, svo sá sem þar eftir kemur og koll af kolli.

Tilnefningar í embætti skal skila til fundarstjóra sem er jafnframt forseti Stúdentaráðs, Arents Orra J. Claessen, fyrir kjörfund með tölvupósti á netfangið shi@hi.is eða á fundinum sjálfum.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti á shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur
  2. Kjör forseta Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  3. Kjör varaforseta Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  4. Kjör hagsmunafulltrúa Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  5. Kjör lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  6. Tilnefningar fylkinga í sviðsráð 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  7. Tilnefningar fylkinga í nefndir Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  8. Kjör Aurora fulltrúa Stúdentaráðs 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  9. Kjör varafulltrúa í Stúdentaráð 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  10. Tilnefningar fylkinga til Háskólaþings 2025-2026 (atkvæðagreiðsla)
  11. Önnur mál

Opnunartími bygginga yfir páska

Byggingar Háskóla Íslands verða lokaðar frá fimmtudeginum 17. apríl til og með mánudagsins 21. apríl vegna páskafrís líkt og kemur fram á heimasíðu háskólans. SHÍ vill ítreka að eftirfarandi byggingar eru aðgengilegar yfir helgina með stúdentakorti: Askja, Háskólatorg, Gimli, Læknagarður, Lögberg, Oddi, Stakkahlíð, og VR-II.

Gleðilega páska!

Niðurstöður Stúdentaráðskosninga 2025

Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fór fram dagana 2. og 3. apríl. Heildarkjörsókn til Stúdentaráðs var 40.25%, samaborið við 31,11% árið 2024. Nýkjörnir fulltrúar taka við á skiptafundi ráðsins í lok maí og hlutu eftirfarandi aðilar kjör í Stúdentaráð:

Aðalfulltrúar

Félagsvísindasvið

  • Andrea Edda Guðlaugsdóttir (Vaka)
  • Kjartan Leifur Sigurðsson (Vaka)
  • Helga Björg B. Óladóttir (Röskva)
  • Guðrún Brynjólfsdóttir (Vaka)
  • Jón Gnarr (Vaka)

 

Heilbrigðisvísindasvið

  • Eiríkur Kúld Viktorsson (Vaka)
  • Viktoría Tea Vökudóttir (Vaka)
  • Guðlaug Eva Albertsdóttir (Röskva)

 

Hugvísindasvið

  • Helena Guðrún Þórsdóttir (Röskva)
  • Diljá Valsdóttir (Vaka)
  • Viktoria Vdovina (Röskva)

 

Menntavísindasvið

  • Gunnar Ásgrímsson (Vaka)
  • Halldóra Elín Einarsdóttir (Vaka)
  • Katla Vigdís Vernharðsdóttir (Röskva)

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

  • Sófus Máni Bender (Vaka)
  • Magnús Hallsson (Röskva)
  • María Björk Stefánsdóttir (Röskva)

Varamenn:

Félagsvísindasvið

Vaka
  1. Andrea Ösp Hanssen
  2. Oliver Einar Nordquist
  3. Elí Tómas Kurtsson
  4. Drífa Lýðsdóttir
Röskva
  1. Valeria Bulatova

Heilbrigðisvísindasvið

Vaka
  1. Kolbrún Sara Haraldsdóttir
  2. Guðlaug Embla Hjartardóttir
Röskva
  1. Stella Hlynsdóttir

Hugvísindasvið

Vaka
  1. Anna Sóley Jónsdóttir
Röskva
  1. Jón Arnar Halldórsson
  2. Jón Karl Ngosanthiah Karlsson

Menntavísindasvið

Vaka
  1. María Mist Guðmundsdóttir
  2. Birkir Snær Sigurðsson
Röskva
  1. Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Vaka
  1. Guðný Helga Sæmundsen
Röskva
  1. Karl Ýmir Jóhannesson
  2. Sigurbjörg Rannveig Stefánsdóttir

Ítarlegri niðurstöður kosninga er að finna hér.

Kosningar til Stúdentaráðs 2025

Kosningar til Stúdentaráðs fara fram miðvikudaginn 2. og fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi. Þar munu nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráði til eins árs. Kosningarnar eru rafrænar og fara fram á Uglunni. Opnunartími kosningakerfis á Uglu verður frá kl. 9:00-21:00 miðvikudaginn 2. mars og frá kl. 9:00-18:00 fimmtudaginn 3. apríl.

Tveir framboðslistar bjóða fram á öllum sviðum.

Framboð eru eftirfarandi:

Félagsvísindasvið
Vaka

1. Andrea Edda Guðlaugsdóttir, hagfræði

2. Kjartan Leifur Sigurðsson, lögfræði

3. Guðrún Brynjólfsdóttir, félagsráðgjöf

4. Jón Gnarr, viðskiptafræði

5. Andrea Ösp Hanssen, stjórnmálafræði

Röskva

1. Helga Björg B. Óladóttir, lögfræði

2. Valeria Bulatova, hagfræði

3. Auður Halla Rögnvaldsdóttir, stjórnmálafræði

4. Glódís Pálmadóttir, viðskiptafræði

5. Soffía Svanhvít Árnadóttir, félagsráðgjöf

Heilbrigðisvísindasvið
Vaka

1. Eiríkur Kúld Viktorsson, læknisfræði

2. Viktoría Tea Vökudóttir, hjúkrunarfræði

3. Guðlaug Embla Hjartardóttir, sálfræði

Röskva

1. Guðlaug Eva Albertsdóttir, sálfræði

2. Stella Hlynsdóttir, læknisfræði

3. Ríkharður Ólafsson, hjúkrunarfræði

Hugvísindasvið
Vaka

1. Diljá Valsdóttir, sagnfræði

2. Anna Sóley Jónsdóttir, listfræði

3. Þorkell Valur Gíslason, sagnfræði

Röskva

1. Helena Guðrún Þórsdóttir, enska

2. Victoria Vdovina, norræn fræði

3. Jón Arnar Halldórsson, sagnfræði

Menntavísindasvið
Vaka

1. Gunnar Ásgrímsson, grunnskólakennsla

2. Halldóra Elín Einarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræði

3. María Mist Guðmundsdóttir, íþrótta- og heilsufræði

Röskva

1. Katla Vigdís Svövu- og Vernharðsdóttir, leikskólakennarafræði

2. Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræði

3. Auður Aþena Einarsdóttir, grunnskólakennsla með áherslu á íslensku

Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Vaka

1. Sófus Máni Bender, hagnýtt stærðfræði

2. Guðný Helga Sæmundsen, ferðamálafræði

3. Kristrún Ágústsdóttir, vélaverkfræði

Röskva

1. Magnús Hallsson, lífefna- og sameindalíffræði

2. María Björk Stefánsdóttir, efnaverkfræði

3. Karl Ýmir Jóhannesson, hugbúnaðarverkfræði

 

 

 

 

Fundarboð – 8. fundur Stúdentaráðs

Þriðjudaginn 25. mars 2025 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:00 í stofu N-132, Askja.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þeir verða auglýstir meðal stúdenta, og öllum áhugasömum er velkomið að mæta.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs í síma 570-0850 eða með tölvupósti á shi@hi.is ef þið hafið spurningar um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.


Dagskrá:

Fundur settur
17:00

Fundargerð fundar þann 25. febrúar 2025 borin upp til samþykktar
17:00–17:05

Tillaga um aðgengi í Eirbergi
Flutningsmenn: Eiríkur Kúld Viktorsson og Hjördís Helga Ægisdóttir
17:05–17:15

Tillaga um afstöðu SHÍ til tímasetninga sjúkra- og endurtektaprófa
Flutningsmaður: Ragnheiður Geirsdóttir
17:15–17:25

Tillaga um Ástráð sem skylduáfanga í læknisfræði
Flutningsmenn: Eiríkur Kúld Viktorsson og Katrín María Ólafsdóttir
17:25–17:35

Tillaga um bættar gangbrautamerkingar við HÍ
Flutningsmaður: Styrmir Hallsson
17:35–17:45

Fundarhlé
17:45–17:55

Tillaga um gegnsæi í fjármögnun framboða
Flutningsmenn: S. Maggi Snorrason og Mathias Bragi Ölvisson
17:55–18:05

Tillaga um breytingar á reglum Nýsköpunarsjóðs námsmanna
Flutningsmaður: Styrmir Hallsson
18:05–18:15

Tillaga um aukið öryggi á Stúdentagörðum
Flutningsmaður: Patryk Edel
18:15–18:25

Tillaga um hækkun úthlutana úr Rannsóknarsjóði Rannís
Flutningsmaður: Styrmir Hallsson
18:25–18:35

Tillaga um matarsjálfsala í Háskólabíó
Flutningsmaður: Styrmir Hallsson
18:35–18:45

Tillaga um flutninga MVS í Sögu
Flutningsmenn: Magnús Bergmann Jónasson og Ármann Leifsson
18:45–18:55

Bókfærð mál og tilkynningar
18:55–19:00

Önnur mál
– Tillaga um þrýsting á yfirvöld vegna bættra samgangna
Flutningsmenn: Arent Orri Jónsson Claessen, Júlíus Viggó Ólafsson og Katla Ólafsdóttir
19:00–19:10

– Tillaga um útgáfu alþjóðabæklings fyrir erlenda stúdenta
Flutningsmaður: Cynthia Anne Namugambe
19:10–19:20

Atkvæðagreiðslur fara fram um liði II. – IV. og VI. – XI.

Opið fyrir umsóknir í þriðju úthlutun Stúdentasjóðs

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til þriðju úthlutunar Stúdentasjóðs skólaárið 2024-2025. Hægt er að sækja um styrki hér til kl. 14:00 þann 18. mars næstkomandi. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að fara eins ítarlega eftir leiðbeiningum í umsóknarskjali og kostur er, en frávik frá reglum varðar frávísun umsóknar.

Áður en sótt er um hvetjum við ykkur til að kynna ykkur Stúdentasjóð á heimasíðu Stúdentaráðs og sérstaklega lög og verklagsreglur hans. Hér er hægt að nálgast helstu upplýsingar um sjóðinn samandregnar. Athugið að greiningarstyrkir og framfærslustyrkir verða ekki veittir í þessari úthlutun.

Spurningum skal vísað til Viktors Péturs Finnssonar, stjórnarformanns sjóðsins, á netfangið studentasjodur@hi.is eða til réttindaskrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Vegna kosninga til Stúdentaráðs 2025

Kæru stúdentar,

Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands verða haldnar miðvikudaginn 2. apríl og fimmtudaginn 3. apríl n.k. Kosningarnar eru rafrænar og fara fram í gegnum innri vef Háskólans, Ugluna (www.ugla.hi.is). Í kosningum munu stúdentar hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs.

Kjörstjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) lýsir hér með eftir framboðum til Stúdentaráðs árið 2025.

Skilafrestur framboða:
Skilafrestur framboða er til kl. 18:00, 23. mars 2025. Vinsamlegast hafið samband við kjor@hi.is hafið þið hug á framboði til að fá afhenda undirskriftalista og eyðublað vegna framboða. Framboð til Stúdentaráðs skulu uppfylla ákvæði VIII. kafla samþykkta SHÍ um kosningar.

Hver frambjóðandi skal safna tíu undirskriftum. Bjóði sömu samtök fram framboðslista á öllum sviðum þurfa stuðningsmenn listans þó aldrei að vera fleiri en 100 í heildina. Samhliða þessu skulu framboð tilnefna umboðsmann þess gagnvart kjörstjórn, sem sér um samskipti við hana.

Kjörstjórn mun taka á móti framboðum rafrænt í gegnum netfangið kjor@hi.is til kl. 18:00 23. mars og verður ekki tekið við framboðum eftir þann tíma. Komi upp vandkvæði skal hafa samband við kjörstjórn í gegnum sama netfang.

Kjörskrá:
Kjörskrá mun liggja fyrir þann 8. mars og skulu kærur vegna kjörskrár hafa borist kjörstjórn eigi síðar en kl. 12:00 þann 15. mars. Á kjörskrá eru þeir stúdentar sem skráðir eru í nám við Háskóla Íslands skólaárið 2024-2025. Gesta- og skiptinemar, sem og nemar sem skráðir eru á námsleiðir með stökum námskeiðum, líkt og í Símennt, hafa ekki atkvæðisrétt.

Framboð til Stúdentaráðs munu fá afhenda skrá yfir stúdenta, í þeim tilgangi að hafa samband við stúdenta vegna kosninganna. Kjörskrá verður keyrð saman við bannskrá Þjóðskrár og símanúmer þeirra sem eru þar skráð verða tekin út af skránni sem afhent verður framboðunum. Jafnframt verður gætt að skilyrðum 94. gr. fjarskiptalaga nr. 70/2022. Þá er öllum sem eru á skránni veittur réttur til að andmæla notkun á sínum persónuupplýsingum í þessum tilgangi.

Ef stúdent vill ekki að hringt sé í sig í aðdraganda kosninga getur viðkomandi fyllt út eyðublað hér. Hægt er að koma á framfæri andmælum til klukkan 23:59 þann 7. mars. Tekið verður tillit til andmæla sem þá hafa borist.

Framboðum er óheimilt að hringja í einstaklinga sem svara ekki símhringingum oftar en þrisvar sinnum. Eins mega framboðin hvorki senda SMS-skilaboð né hafa samband við einstakling sem er ekki „vinur“ viðkomandi á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að kynna framboð.

Ef ykkur þykir áreitið af hringingum orðið of mikið er ætíð hægt að hafa samband við Stúdentaráð (shi@hi.is) eða kjörstjórn (kjor@hi.is). Ef þið fáið símtal frá framboðum sem þið teljið vera ólögmætt eða viljið ekki frekari símtöl er jafnframt hægt að senda tilkynningu á fyrrnefnd pósthólf og framboðum verður gert viðvart.

Frekari spurningum má beina á netfangið kjor@hi.is.

Kjörstjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands árið 2025 skipa Albert Guðmundsson (oddviti), Janus Arn Guðmundsson, Benedikt Traustason og Alexandra Ýr van Erven.

F.h. Kjörstjórnar SHÍ,

Albert Guðmundsson

Fundarboð – 7. fundur Stúdentaráðs

Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 fer Stúdentaráðsfundur fram kl. 17:00 í stofu N-132, Askja.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þeir verða auglýstir meðal stúdenta, og öllum áhugasömum er velkomið að mæta.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs í síma 570-0850 eða með tölvupósti á shi@hi.is ef þið hafið spurningar um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.


Dagskrá:

  1. Fundur settur
    17:00

  2. Fundargerð fundar þann 21. janúar 2025 borin upp til samþykktar
    17:00–17:05

  3. Tillaga um að SHÍ beiti sér fyrir betra skipulagi innan deilda
    Flutningsmaður: Guðlaug Eva Albertsdóttir, varafulltrúi í Stúdentaráði
    17:05–17:20

  4. Tillaga um möguleika þess að vinna sér inn einingar fyrir félagsstörf
    Flutningsmaður: Kjartan Leifur Sigurðsson, varafulltrúi í Stúdentaráði
    17:20–17:35

  5. Fundarhlé
    17:35–17:45

  6. Tillaga um aukinn sveigjanleika í vettvangsnámi kennaranema
    Flutningsmaður: Gunnar Ásgrímsson, stúdentaráðsliði
    17:45–18:00

  7. Tillaga að stuðningsyfirlýsingu við deildir Menntavísindasviðs
    Flutningsmenn: Ísleifur Arnórsson og Sóley Anna Jónsdóttir, stúdentaráðsliðar
    18:00–18:15

  8. Bókfærð mál og tilkynningar
    18:15–18:20

  9. Önnur mál
    18:20–18:30

Atkvæðagreiðslur fara fram um liði II. – IV. og VI. – VII.