Fréttir

Kjörfundur Stúdentaráðs 20. apríl 2022

Kosningar til Stúdentaráðs fóru fram 23. og 24. mars sl. og má nálgast niðurstöður kosninga á heimasíðu ráðsins. Þess má geta að einnig var kosið til háskólaráðs.

Í kjölfar kosninga kýs Stúdentaráð sér fulltrúa til starfa á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs, ásamt því að kjósa í önnur embætti ráðsins á sérstökum kjörfundi. Kjörfundur verður haldinn 20. apríl 2022 kl. 17:00 í L-101. Fundir Stúdentaráðs eru opnir öllum skv. a-lið 9. gr. laga Stúdentaráðs. 

Mögulegt er að gefa kost á sér í embætti forseta, varaforseta, hagsmunafulltrúa og lánasjóðsfulltrúa á skrifstofu Stúdentaráðs. Einnig í fastanefndir og önnur embætti á vegum Stúdentaráðs. Þau sem kjörin eru á kjörfundi taka við störfum á skiptafundi, sbr. 4. gr. laga Stúdentaráðs. Kjörgengir til þessara embætta eru öll þau sem hafa verið skráð til náms við Háskóla Íslands á síðustu þremur árum, á undan sérstökum kjörfundi.

Embætti sem kosið er í á skrifstofu Stúdentaráðs, skv. lögum ráðsins:
 – Forseti Stúdentaráðs
 – Varaforseti Stúdentaráðs
 – Lánasóðsfulltrúi Stúdentaráðs
 – Hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs

Nefndir Stúdentaráðs, skv. lögum ráðsins:
– Fjórir fulltrúar skulu kjörnir í fjármála- og atvinnulífsnefnd, jafnréttisnefnd, alþjóðanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, fjölskyldunefnd, félagslífs- og menningarnefnd og lagabreytinganefnd.
 – Stúdentaráð skipar tvo aðila í nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd á kjörfundi.

Á kjörfundi hafa einungis nýkjörnir fulltrúar Stúdentaráðs atkvæðisrétt. Gefi fleiri kost á sér en kosið er ræður hlutfallskosning. Séu fleiri en einn í framboði í tiltekinni kosningu, hlýtur sá einstaklingur sem fær flest atkvæði embættið, svo sá sem þar eftir kemur og koll af kolli. 

Tilnefningar í embætti skal skila til fundarstjóra sem er jafnframt forseti Stúdentaráðs, Isabel Alejandra Díaz, fyrir kjörfund á shi@hi.is eða á fundinum sjálfum. 

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur
  2. Kjör forseta Stúdentaráðs 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
  3. Kjör varaforseta Stúdentaráðs 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
  4. Kjör hagsmunafulltrúa Stúdentaráðs 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
  5. Kjör lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
  6. Tilnefningar fylkinga í sviðsráð 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
  7. Tilnefningar fylkinga í nefndir Stúdentaráðs 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
  8. Kjör varafulltrúa í Stúdentaráð 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
  9. Tilnefningar fylkinga til Háskólaþings 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
  10. Kjör varafulltrúa Stúdentaráðs í fulltrúaráð LÍS 2022-2023 (atkvæðagreiðsla)
  11. Önnur mál 

Stúdentaráðsfundur 13. apríl 2022

Miðvikudaginn 13. apríl fer Stúdentaráðsfundur fram kl 17:00 í L-101.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur 17:00
  2. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla) 17:00-17:05
  3. Tilkynningar og mál á döfinni 17:05-17:25
  4. Fjárhagsáætlun Stúdentaráðs 2021-2022 (kynning og umræður) 17:25-17:40
  5. Lagabreytingartillögur á lögum Stúdentaráðs (atkvæðagreiðsla) 17:40-18:10
  6. Hlé 18:10-18:20
  7. Lagabreytingartillögur á lögum Stúdentaráðs [Framhald] (atkvæðagreiðsla) 18:20-18:50
  8. Önnur mál 18:50-19:00
  9. Fundi slitið 19:00

Opið fyrir umsóknir í fjórðu úthlutun Stúdentasjóðs

Búið er að opna fyrir umsóknir í fjórðu úthlutun Stúdentasjóðs. Hægt er að sækja um styrki hér til kl. 12:00 á hádegi þann 19. apríl nk.. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að fara eins ítarlega eftir leiðbeiningum í umsóknarskjali og kostur er, en frávik frá reglum varðar frávísun umsóknar.

Áður en sótt er um hvetjum við ykkur til að kynna ykkur Stúdentasjóð á heimasíðu Stúdentaráðs og sérstaklega lög og verklagsreglur hans. Greiningarstyrkir og framfærslustyrkir verða veittir í þessari úthlutun.

Spurningum skal vísað til Maríu Sólar Antonsdóttur, forseta sjóðsins, á netfangið studentasjodur@hi.is.

Úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna skólaárið 2022-2023

Úthlutunarreglur hjá Menntasjóði námsmanna fyrir skólaárið 2022-2023 hafa verið samþykktar af háskóla- vísinda- og nýsköpunarráðherra. Í úthlutunarreglunum fyrir næsta skólaár hækkar grunnframfærsla framfærsluána um 18%. Hækkun á grunnframfærslunni er alltaf fagnaðarefni en Stúdentaráð undirstrikar þó mikilvægi þess að hún sé endurskoðuð árlega og að nánari fyrirmæli fylgi lögum um tilhögun framfærslulána þannig að grunurinn sé endurskoðaður milli ára. Í núgildandi lögum er ekki gerð skýr krafa til stjórnar Menntasjóðsins um endurskoðun með reglubundnum hætti og því ekkert tilkall til stjórnar um að bregðast við þegar þörf krefur. Stúdentaráð bindir vonir um að tekið verði tillit til þess við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna.

Frítekjumarkið hækkar einnig og verður 1.483.000 KR. fyrir skólaárið 2022-2023. Hækkunin er miðuð við breytingu á neysluvísitölu milli ára og gera það 73.000 KR. hækkun. Stúdentaráð fagnar því að enn sé heimilt að fimmfalda frítekjumark stúdents sem ekki hefur verið á námslánum hjá sjóðnum sl. 6 mánuði. Er þetta mikilvægur liður í að tryggja að stúdent geti hafið lántöku án þess að verða strax fyrir skerðingu vegna frítekjumarksins. Stúdentaráð ítrekar samt sem áður afstöðu sína um að öllum lántökum eigi að gefast kostur á að sækja um fimmföldun á frítekjumarkinu. Styrkur og lán vegna barna verður einnig hækkað og er fjárhæð styrks fyrir hvert barn á framfæri námsmanns sem lýkur lágmarks námsárangri 182.250 KR. á hverri önn.

Frestur til að sækja um námslán á haustönn hefur verið breytt og verður nú 15. október, 2022. Stúdentaráð þykir einnig við hæfi að umsóknarfrestinum á vorönn verði breytt í samræmi við breytinguna á haustönn, enda liggur fyrir að 15. janúar sé íþyngjandi frestur fyrir marga tilvonandi lántaka. Hafa verður í huga að aðstæður stúdenta geta breyst verulega á miðju misseri og því telur ráðið að umsóknarfrestirnir séu enn þá of snemma á misserunum.

Niðurstöður kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands 2022

Miðvikudaginn og fimmtudaginn, 23. og 24. mars, fóru fram kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar kusu á milli framboðslista á sínu fræðasviði í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Fulltrúar fá sæti í samræmi við hlutfall kosninga.

Stúdentaráð samanstendur af 17 fulltrúum sem skiptast í 3 fulltrúa af hverju fræðasviði, fyrir utan Félagsvísindasvið sem á 5 fulltrúa. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fékk alls 15 fulltrúa kjörna en Vaka, hagsmunafélag stúdenta, fékk 2 fulltrúa. Frambjóðendur Röskvu á Hugvísindasviði voru sjálfkjörnir þar sem ekkert annað framboð barst, í samræmi við 32. gr. laga Stúdentaráðs.

Í háskólaráði eiga fulltrúar svo stúdenta og fékk Röskva báða fulltrúa inn ásamt því að fá 3. og 4. sætið inn sem varafulltrúa.

Kosn­ing­arnar fór fram á Uglunni og var kjör­sókn 21,70% en nánari tölur má finna hér undir lagaleg skjöl.

 

Kjörnu fulltrúarnir í Stúdentaráð raðast á eftirfarandi máta:

Fé­lags­vís­inda­svið:
1.Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Röskva
2.Viktor Ágústsson, Röskva
3.Dagur Kárason, Vaka
4.Diljá Ingólfsdóttir, Röskva
5.Elías Snær Torfason, Röskva

Heil­brigðis­vís­inda­svið:
1.Andri Már Tómasson, Röskva
2.Sigríður Helga Ólafsdóttir
3.Dagný Þóra Óskarsdóttir, Röskva

Hug­vís­inda­svið:
1.Rakel Anna Boulter, Röskva
2.Draumey Ósk Ómarsdóttir, Röskva
3.Magnús Orri Aðalsteinnson, Röskva

Menntavís­inda­svið:
1.Auður Eir Sigurðardóttir, Röskva
2.Ísak Kárason, Röskva
3.Ísabella Rún Jósefsdóttir, Vaka

Verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­svið:
1.Brynhildur R Þorbjarnardóttir, Röskva
2.Sigurþór Maggi Snorrason, Röskva
3.Dagmar Óladóttir, Röskva

 

Kjörnu fulltrúarnir í háskólaráð raðast á eftirfarandi máta:

1.Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir, Röskva
2.Katrín Björk Krisjánsdóttir, Röskva

Varafulltrúar í háskólaráði í 3. og 4. sæti:
3.Rebekka Karlsdóttir, Röskva
4.Ingvar Þóroddsson, Röskva

 

Skrifstofa Stúdentaráðs færir nýkjörnum Stúdentaráðsliðum og háskólaráðsliðum innilegar hamingjuóskir. 

Kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs 2022

Kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs fara fram miðvikudaginn 23. og fimmtudaginn 24. mars næstkomandi. Þar munu nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Kosningarnar eru rafrænar og fara fram í gegnum innri vef Háskólans, Ugluna. 

Á kjörskrá eru þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Háskóla Íslands skólaárið 2021-2022. Gesta- og skiptinemar, sem og nemar sem skráðir eru á námsleiðir með stökum námskeiðum, líkt og í Símennt, hafa ekki atkvæðisrétt.

Opnunartími kosningakerfis á Uglu verður með breyttu sniði í ár, en kosningar verða opnar frá kl. 09:00 þann 23. mars til kl. 18:00 þann 24. mars. 

Nemendur á Hugvísindasviði munu ekki geta kosið fulltrúa í Stúdentaráð vegna þess að á sviðinu barst einungis framboð frá fylkingunni Röskvu. Í samræmi við 32. gr. laga Stúdentaráðs eru því Rakel Anna Boulter, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Magnús Orri Aðalsteinsson sjálfkjörin sem fulltrúar stúdenta í Stúdentaráði Háskóla Íslands og sviðsráði Hugvísindasviðs 2022-2023. Stúdentar á Hugvísindasviði eru þó hvattir til að nýta atkvæðisrétt sinn og kjósa fulltrúa stúdenta í háskólaráð Háskóla Íslands en kosningar til háskólaráðs fara fram samhliða kosningum til Stúdentaráðs þann 23. og 24. mars.

Hér að neðan er listi yfir frambjóðendur.

 

Framboðslistar Röskvu:

Háskólaráð:
1.Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir – Læknisfræði
2. Katrín Björk Krisjánsdóttir – Félagsráðgjöf
3. Rebekka Karlsdóttir – Lögfræði
4. Ingvar Þóroddsson – Hagnýtt stærðfræði

Félagsvísindasvið:
1.Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir – Lögfræði
2.Viktor Ágústsson – Viðskiptafræði
3.Diljá Ingólfsdóttir – Félagsráðgjöf
4.Elías Snær Önnuson Torfason – Stjórnmálafræði
5.Þórkatla Björg Ómarsdóttir – Félagsfræði

Heilbrigðisvísindasvið:
1.Andri Már Tómasson – Læknisfræði
2.Sigríður Helga Ólafsson – Sálfræði
3.Dagný Þóra Óskarsdóttir – Hjúkrunarfræði

Hugvísindasvið:
1.Rakel Anna Boulter – Almenn bókmenntafræði
2.Draumey Ósk Ómarsdóttir – Íslenska
3.Magnús Orri Aðalsteinsson – Enska

Menntavísindasvið:
1.Auður Eir Sigurðardóttir – Tómstunda- og félagsmálafræði
2.Ísak Kárason – Íþrótta- og heilsufræði
3.Sigurjóna Hauksdóttir – Uppeldis- og menntunarfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið:
1.Brynhildur Þorbjarnardóttir – Eðlisfræði
2.Maggi Snorrason – Rafmagns- og tölvuverkfræði
3.Dagmar Óladóttir – Landfræði

 

Framboðslistar Vöku:

Háskólaráð:
1.Birta Karen Tryggvadóttir – Hagfræð
2.Magnea Gná Jóhannsdóttir – Lögfræð
3.Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir – Lýðheilsuvísindi
4.Ellen Geirsdóttir Håkansson – Stjórnmálafræði

Félagsvísindasvið:
1.Dagur Kárason – Stjórnmálafræði
2.Axel Jónsson – Félagsráðgjöf
3.Embla Ásgeirsdóttir – Lögfræði
4.Iðunn Hafsteins – Viðskiptafræði
5.Logi Stefánsson – Viðskiptafræði

Hugvísindasvið:
Ekkert framboð barst

Menntavísindasvið:
1.Ísabella Rún Jósefsdóttir – Uppeldis- og menntunarfræði
2.Bergrún Anna Birkisdóttir – Grunnskólakennarafræði
3.Margrét Rebekka Valgarðsdóttir – Tómstunda- og félagsmálafræði

Heilbrigðisvísindasvið:
1.Telma Rún Magnúsdóttir – Lyfjafræði
2.Jóna Margrét Hlynsdóttir Arndal – Tannlæknisfræði
3.Freyja Ósk Þórisdóttir – Hjúkrunarfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið:
1.María Árnadóttir – Vélaverkfræði
2.Margrét Ásta Finnbjörnsdóttir – Iðnaðarverkfræði
3.Friðrik Hreinn Sigurðsson – Tölvunarfræði

 

Spurningum varðandi ofangreindar upplýsingar eða framkvæmd kosninga skulu berast til kjörstjórnar Stúdentaráðs á kjor@hi.is.

Stúdentaráðsfundur 10. mars 2022

Fimmtudaginn 10. mars fer Stúdentaráðsfundur fram kl 17:00 í L-201.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins. Óski almennur stúdent eftir að sækja fundinn, skal senda beiðni þess efnis á shi@hi.is til að geta sent Teams fundarboð.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur 17:00
  2. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla) 17:00-17:05
  3. Tilkynningar og mál á döfinni 17:05-17:25
  4. Félagsstofnun stúdenta (kynning og umræður) 17:25-17:45
  5. Fjárhagsáætlun Stúdentaráðs 2021-2022 (kynning og umræður) 17:45-18:00
  6. Hlé 18:00-18:10
  7. Stefna Stúdentaráðs (kynning og umræður) 18:10-18:40
  8. Önnur mál 18:40-18:50
  9. Fundi slitið 18:50

Opið fyrir umsóknir í þriðju úthlutun Stúdentasjóðs

Búið er að opna fyrir umsóknir í þriðju úthlutun Stúdentasjóðs. Hægt er að sækja um styrki hér til 28. febrúar nk.. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að fara eins ítarlega eftir leiðbeiningum í umsóknarskjali og kostur er, en frávik frá reglum varðar frávísun umsóknar.

Áður en sótt er um hvetjum við ykkur til að kynna ykkur Stúdentasjóð á heimasíðu Stúdentaráðs og sérstaklega lög og reglur hans. Greiningarstyrkir og framfærslustyrkir verða veittir í næstu úthlutun.

Spurningum skal vísað til Maríu Sólar Antonsdóttur, forseta sjóðsins, á netfangið studenasjodur@hi.is.

Stúdentaráðsfundur 16. febrúar 2022

Miðvikudaginn 16. febrúar fer Stúdentaráðsfundur fram kl 17:00 í L-101.

Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa meðal stúdenta og er áhugasömum velkomið að mæta á fundi ráðsins. Óski almennur stúdent eftir að sækja fundinn, skal senda beiðni þess efnis á shi@hi.is til að geta sent Teams fundarboð.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Fundardagskrá

  1. Fundur settur 17:00
  2. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (atkvæðagreiðsla) 17:00-17:05
  3. Tilkynningar og mál á döfinni 17:05-17:25
  4. Stefna Stúdentaráðs (kynning og umræður) 17:25-17:40
  5. Skipulags- og samgöngumál við Háskóla Íslands (kynning og umræður) 17:40-18:00
  6. Tillaga um skipan þingfulltrúa á landsþingi Landssamtaka íslenskra stúdenta (atkvæðagreiðsla) 18:00-18:15
  7. Hlé 18:15-18:25
  8. Geðheilbrigðismálaúrræði við Háskóla Íslands (kynning og umræður) 18:25-18:40
  9. Tillaga að að ályktun um að Stapi verði nýtt undir stúdentaíbúðir á ný (atkvæðagreiðsla) 18:40-18:55
  10. Tillaga vegna takmarkaðs aðgangs nema utan EES til vinnu með námi (atkvæðagreiðsla) 18:55-19:10
  11. Önnur mál 19:10-19:20
  12. Fundi slitið 19:20

Forsöluverð á tónleika Friðiks Dórs fyrir stúdenta við Háskóla Íslands

Opnum hliðin!

Eftir langa bið efnir Friðrik Dór til tónleika í Hörpunni í tilefni nýju plötunnar Dætur, þann 11. mars næstkomandi.

Stúdentaráð og Paxal bjóða stúdentum við Háskóla Íslands miða á forsöluverði út 14. febrúar.

!Hægt að nálgast miðann hér!

Krossum fingur og tær, hitum upp fyrir Októberfest og sjáumst í Silfurbergi!